Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin

Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin Frá vinstri: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Hjördís Ósk Hjartardóttir, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Kristín Þóra Benediktsdóttir, Eyrún Pétursdóttir, Hrönn Önundardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Rakel Einarsdóttir, Laufey Sigrún Sigmarsdóttir, Guðrún Zoega, Hrönn Benediktsdóttir ÁRDÍS HULDA HRAFNISTA PANNA COTTA PANNACOTTA MANGO
Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin.

Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin

Árdís bauð nokkrum samstarfskonum sínum á Hrafnistu í sumarboð og í eftirrétt var þessi girnilegi eftirréttur.
.
.

Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin (fyrir 4).

1 dós/ferna þykk kókosmjólk
¾ bolli rjómi
¼ bolli sykur
½ vanillustöng, skafa fræin úr
2 bl matarlím – sett í kalt vatn

Allt nema matarlím sett í pott, hitað upp að suðu (má ekki sjóða) tekið af hellunni og matarlím sett út í, látið kólna og setja þá í skálar – sett í ísskáp og látið kólna.

Yfir
2 dl frosið mangó sett í pott, ásamt 2 msk sykri. Soðið í ca 10 mín, sett í blender.
2 bl matarlím sett í kalt vatn.
1 passion fruit – ástríðualdin
Safi úr ½ appelsínu
Mangómaukið hitað aftur, passion fruit og appelsínusafi sett út í, ásamt matarlímið. Kælt. Sett yfir búðinginn.

Frá vinstri: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Hjördís Ósk Hjartardóttir, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Kristín Þóra Benediktsdóttir, Eyrún Pétursdóttir, Hrönn Önundardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Rakel Einarsdóttir, Laufey Sigrún Sigmarsdóttir, Guðrún Zoega, Hrönn Benediktsdóttir

.

ÁRDÍS HULDAPANNA COTTASUMARBOÐIÐ

— KÓKOSPANNA-COTTA MEÐ MANGÓ OG ÁSTARALDIN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skálað eftir skemmtilegan vetur með Betu næringarfræðingi

Frá því í haust hef ég hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing reglulega. Hún hefur skoðað mataræði mitt og saman gerðum við ýmsar matartengdar tilraunir með góðum árangri. Matardagbókin var byrjunin, síðan birtist hér samantekt. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum fengin til að halda fyrirlestra og segja frá. Eftir marga fyrirlestra um allt land þá var sá síðasti í vetur í Reykjavík í kvöld. Njótum sumarsins, grillum, borðum meira grænmeti og njótum lífsins. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress í fyrirlestrum næsta vetur.

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – algjörlega ómissandi með hátíðarmatnum

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat - algjörlega ómissandi. Ætli þetta sé ekki jólalegasta salat allra tíma. Passar með matnum alla hátíðina, hvort sem við erum að tala um svín, fugl, villibráð, naut, lamb eða hnetusteik. Það er fínt að útbúa salatið með góðum fyrirvara og geyma það í ísskápnum. Njótið í botn og munið að útbúa extra mikið til að narta í seinna.

Berg og Þula á Dalvík

Berg og Þula IMG_4278

Þula, café - bistro. Á Dalvík er hið glæsilega Menningarhús Berg. Þar reka heiðurshjónin Gréta og Júlíus veitingastaðinn Berg. Júlli kallar ekki allt ömmu sína, ætli megi ekki segja að hann sé Dalvíkurkonungurinn (allavega prinsinn). Júlli kom Fiskideginum mikla á fót ásamt fleirum. Hann drífur hlutina áfram á jákvæðan hátt með sína góðu konu sér við hlið. Hef sagt það áður og segi enn að það ætti að vera a.m.k. einn Júlli Júll í hverjum bæ.