Einfalt og ljúffengt sveppapasta Sigga Pálma
Ljúflingspilturinn Sigurður Helgi Pálmason er annar tveggja umsjónarmanna þáttanna Fyrir alla muni sem slegið hafa í gegn í Sjónvarpinu. Siggi vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann hóf að tileinka sér föstur með góðum árangri. Um föstur Sigga má lesa HÉR. Núna fastar hann daglega fram að hádegi og stundum lengur.
— FASTA SIGGA — PASTA — SVEPPIR — FASTA — SIGGI PÁLMA —
.
Einfaldur og ljúfengur sveppapastaréttur
Einn poki Ravioli – Rana funghi porcini
1 MS Villisveppakryddostur
400 ml rjómi
1 dl mjólk
1 pakki sveppir
ólífuolía til steikingar
1/3 hvítlauksrif, fínt saxað
1 msk smjör
kóríander
Parmesan
Sósa
Setjið rjóma, mjólk og kryddost í pott og hitið á vægum hita þannig að osturinn bráðni. Saltið.
Steikið sveppi í ólífuolíu, bætið við hvítlauk, smjöri, salti og pipar.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni og sigtið. Blandið saman pasta, sósu og sveppum. Stráið fersku kóríander og parmesan yfir 🙂
.
— FASTA SIGGA — PASTA — SVEPPIR — FASTA — SIGGI PÁLMA —
— SVEPPAPASTARÉTTUR SIGGA PÁLMA —
.