Auglýsing
Þýskar lummur úr skyri með eplum eplalummur þýskaland lummur klattar
Þýskar lummur úr skyri með eplum

Lummur úr skyri með eplum

Quark fæst í öllum matvörubúðum í Þýskalandi. Það er léttur, mjúkur hvítostur, ekki ólíkur hinum franska Fromage blanc, en minnir mjög á skyr. Skyr er auðvelt að nota í þessa uppskrift í staðinn fyrir quark, því að áferðin er svipuð og deigið verður létt og þægilegt.

ÞÝKALANDLUMMURSKYREPLI

Auglýsing

.

Þýskar lummur úr skyri með eplum

2 egg
50 g sykur, má vera minna
250 g hreint skyr
100 g hveiti
1 tsk lyftiduft
Smávegis salt
2 stór epli smátt skorin

Þeytið egg og sykur, bætið skyri út í. Blandið hveiti, lyftidufti og salti í skál og hrærið saman við skyrblönduna. Flysjið eplin og skerið í litla bita og bætið út í.

Steikið á pönnu í olíu. Ef vill má sigta flórsykur yfir, eða bera eplamús eða bláberjasultu með, en lummurnar eru líka góðar einar og sér.

ÞÝKALANDLUMMURSKYREPLI

.