Bananamúffur með döðlum og súkkulaði. Enn eitt glútenlausa góðgætið frá Bjarneyju Ingibjörgu á Ísafirði.
— BJARNEY INGIBJÖRG — MUFFINS — ÍSAFJÖRÐUR — GLÚTENLAUST —
Bananamúffur með döðlum og súkkulaði
3 þroskaðir bananar
1 b möndlumjólk
1/2 b hlynsíróp
1/4 b brætt smjör
1 tsk kanill
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilla
1 b hafrar
1 1/2 b haframjöl sem sett er í matvinnsluvél svo úr verður fínt mjöl
15 döðlur eða 1/4 b súkkulaðidropar eða bæði.
Setjið stappaða banana og möndlumjólk í hrærivélaskál og blandið saman.
Bætið síðan hlynsírópi, bráðnu smjöri (látið það kólna aðeins áður en það er sett út í) kanil,vanillu, matarsóda og lyftiduft út í og hræðið saman. Svo er höfrum og haframjölinu bætt við. Hræra vel saman.
Klippið eða skerið döðlurnar í litla bita og bætið þeim út í. Ef þið viljið súkkulaði þá er því líka bætt út í.
Setjið í múffuform, bakið við 175˚C í 25 mín.
Gott er að láta múffurnar kólna aðeins áður en maður ræðst á þær og gúffar þær í sig annars verður helmingurinn af þeim eftir í múffuforminu og þá fer svo mikið til spillis 😀
.
.