Bananamúffur með döðlum og súkkulaði

 

Banana- og döðlumuffins - glútenlaust
Bananamúffur með döðlum og súkkulaði – glútenlaust góðgæti

Bananamúffur með döðlum og súkkulaði. Enn eitt glútenlausa góðgætið frá Bjarneyju Ingibjörgu á Ísafirði.

— BJARNEY INGIBJÖRGMUFFINSÍSAFJÖRÐUR — GLÚTENLAUST —

Bananamúffur með döðlum og súkkulaði

3 þroskaðir bananar
1 b möndlumjólk
1/2 b hlynsíróp
1/4 b brætt smjör
1 tsk kanill
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilla
1 b hafrar
1 1/2 b haframjöl sem sett er í matvinnsluvél svo úr verður fínt mjöl
15 döðlur eða 1/4 b súkkulaðidropar eða bæði.

Setjið stappaða banana og möndlumjólk í hrærivélaskál og blandið saman.
Bætið síðan hlynsírópi, bráðnu smjöri (látið það kólna aðeins áður en það er sett út í) kanil,vanillu, matarsóda og lyftiduft út í og hræðið saman. Svo er höfrum og haframjölinu bætt við. Hræra vel saman.
Klippið eða skerið döðlurnar í litla bita og bætið þeim út í. Ef þið viljið súkkulaði þá er því líka bætt út í.
Setjið í múffuform, bakið við 175˚C í 25 mín.
Gott er að láta múffurnar kólna aðeins áður en maður ræðst á þær og gúffar þær í sig annars verður helmingurinn af þeim eftir í múffuforminu og þá fer svo mikið til spillis 😀

Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir fær sér sítrónuostaköku

.

— BANANA- OG DÖÐLUMUFFINS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíkjuterta

Fikjuterta

Fíkjuterta. Það tók nákvæmlega níu mínútur að gera þessa tertu. Þá átti að vísu eftir að taka til í eldhúsinu - þar var allt í rúst. Passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður tertan of lin. Mér var bent á að ég væri búinn að skrifa mjög oft að hrákökur eins og þessi er oft jafngóðar ef ekki betri daginn eftir… Þannig að ég ætla ekkert að nefna það núna ;)

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins og Jóni

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins. Heiðurshjónin Íris Sveinsdóttir og Jón Guðmundsson buðu í undurgóða saffranveislu. Íris segir að persneskt eða íranskt eldhús hafi þá sérstöðu að flestallt er hægeldað.

Berjabaka – kjörin með kaffinu beint úr ofninum

BerjabakaÁvaxtabaka

Berjabaka. Í þessa böku má nota hvaða frosnu ávexti sem er og þessvegna bæta við niðurskornum rabarbara. Hún er kjörin með kaffinu þegar gesti ber að garði með skömmum fyrirvara. Svipuð hugmynd og með rabarbarapæið góða.                                  Á myndinni eru nýútskrifaðir leikarar frá Listaháskólanum.