Auglýsing
Þorskur í rjóma-karrý-eplasósu karrýsósa hveitikím fiskur steiktur fiskur súrkál
Þorskur í rjómakarrýeplasósu með súrkáli

Þorskur í rjóma-karrý-eplasósu

Hollur, góður þorskur í rjóma-karrý-eplasósu. Borðum oftar fisk.

FISKRÉTTIRHVEITIKÍM FISKUR Í OFNI SÚRKÁL

Þorskur í rjóma-karrý-eplasósu

Eitt þorskflak í bitum
1/2 b hveitikím (eða hveiti)
1 dl  ólífuolía
1 msk karrý
salt og pipar
1 dl saxað epli (eða eitt lítið epli)
2 msk saxaður vorlaukur eða blaðlaukur
2-3 dl rjómi

Veltið fiskinum upp úr hveitikíminu og steikið á pönnu í olíunni á báðum hliðum.
bætið lauk, epli, karrýi og rjóma saman við og látið sjóða í stutta stund.

.

— ÞORSKUR Í RJÓMAEPLAKARRÝSÓSU —

.

Auglýsing