
Súpereinföld og góð laxamús
Alltaf gaman að vera þátttakandi í Pálínuboðum, sem mætti líka kalla Allir-bjóða-öllum. Það er upplagt að gestir taki þátt með því að leggja með sér í boð eins og Eurovisionveislu. Gleðin í Eurovisionvikunni er orðin meiri en í kringum þjóðhátíðardaginn og verslunarmannahelgina – Gegndarlaus gleði.
— EUROVISION — REYKTUR LAX — SALÖT — FLATEYRI — HOLLAND — PÁLÍNUBOÐ —

Súpereinföld og góð laxamús
1 hluti reyktur lax/silungur (ég notaði regnbogasilung frá Ísfirðingi á Flateyri), 1 hluti rjómaostur og smá sítrónupipar. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.
Laxamúsinni var sprautað á rúgbrauðsbita og smurt inn í lefsur sem var rúllað upp og fryst áður en þær voru skornar í sneiðar.
— EUROVISION — LAX — LAXAMÚS —
.


.
— EUROVISION — LAX — LAXAMÚS —
.