Ofngrindur og skúffur í uppþvottavélina

Ef uppþvottavélin er ekki alveg full þá er góð hugmynd að setja grindurnar úr ofninum ofan á og hvolfa ofnskúffunni þar yfir.

Ofngrindur og skúffur í uppþvottavélina

Það er kunnara en frá þurfi að segja að ýmis óhreinindi eiga til að festast illa á grindum og skúffum í bakaraofninum – verulega pirrandi verð ég að segja. Við þessu er ágætt ráð: Setjið ofngrindur og ofnskúffur reglulega í uppþvottavélina. Ef eitthvað verður eftir eftir þvottinn er auðvelt að ná af með pottavír.

Það sama á við um síurnar úr viftunni fyrir ofan eldavélina, ef þær þola að fara í uppþvottavélina er ágætt að þvo þær reglulega.

Húsráð dagsins:
Ofngrindur og ofnskúffur reglulega í uppþvottavélina.

.

HÚSRÁÐUPPÞVOTTAVÉLAR

— OFNGRINDUR OG OFNSKÚFFUR Í UPPÞVOTTAVÉLINA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónusmjör – Lemon Curd

Heimagert sítrónusmjör er unaðslegt. Oftast nota ég það með ostum og kexi. En ætli megi ekki segja að sítrónusmjörið sé margnota í matargerðinni. Með aðstoð Google má finna fjölmarga möguleika

Sítrónu- og mascarponebaka

Sítrónu- og mascarponebaka. Fagurgul, frískandi og bragðgóð baka. Það er frekar einfalt að útbúa sítrónusmjör en það þarf að gerast amk deginum áður og kólna alveg. Í staðinn fyrir bláber má skreyta með jarðarberjum eða bara ykkar uppáhalds ávöxtum.

Gráðaostapasta

Gráðaostapasta. Matur er nauðsynlegur til þess að við mannfólkið komumst í gegnum dagsins amstur. Einfaldir fljótlegir pastaréttir heilla alltaf og eru kjörnir í saumaklúbbinn eða við hin ýmsu tækifæri. Þegar ég fór á æfingu á óperunni Mannsröddinni var þessu undurgóði pastaréttur þar á borðum. Níels Thibaud Girerd, sem er hvers manns hugljúfi, kom færandi hendi með gráðaostapasta. Perurnar gefa því ferskan keim en perur og gráðaostur passa afar vel saman.