Ofngrindur og skúffur í uppþvottavélina

0
Auglýsing
Ef uppþvottavélin er ekki alveg full þá er góð hugmynd að setja grindurnar úr ofninum ofan á og hvolfa ofnskúffunni þar yfir.

Ofngrindur og skúffur í uppþvottavélina

Það er kunnara en frá þurfi að segja að ýmis óhreinindi eiga til að festast illa á grindum og skúffum í bakaraofninum – verulega pirrandi verð ég að segja. Við þessu er ágætt ráð: Setjið ofngrindur og ofnskúffur reglulega í uppþvottavélina. Ef eitthvað verður eftir eftir þvottinn er auðvelt að ná af með pottavír.

Það sama á við um síurnar úr viftunni fyrir ofan eldavélina, ef þær þola að fara í uppþvottavélina er ágætt að þvo þær reglulega.

Auglýsing

Húsráð dagsins:
Ofngrindur og ofnskúffur reglulega í uppþvottavélina.

.

HÚSRÁÐUPPÞVOTTAVÉLAR

— OFNGRINDUR OG OFNSKÚFFUR Í UPPÞVOTTAVÉLINA —

.

Fyrri færslaSúpereinföld og góð laxamús
Næsta færslaMaríutertan góða