Meiriháttar morgungrautur

Morgungrautur Elínar chia chiagrautur Morgungrauturinn með bláberjum, banönum, jarðarberi og sítrónusmjöri árból elín húsavík overnight oats
Morgungrauturinn með bláberjum, banönum, jarðarberi og sítrónusmjöri

Meiriháttar morgungrautur

Á Árbóli á Húsavík fengum við einn þann besta morgungraut sem ég hef lengi fengið. Elín vert var alveg til í að deila uppskriftinni.

HÚSAVÍKHAFRAMJÖLCHIAKASJÚHNETUR

.

Morgungrauturinn með kókos og bláberjum ofan á

Morgungrautur Elínar

3 msk haframjöl
1 tsk chia
1 tsk kasjúhnetur, saxaðar
1/2 smáttsöxuð daðla
smá salt

Setjið í glas, hellið haframjólk svo rétt fljóti yfir, látið standa í ísskáp yfir nótt. Setjið yfir ber, ávexti, kókosmjöl eða annað gott. Uppáhald Elínar eru bananar og hinber og bananar og kókosflögur.

.

HÚSAVÍKHAFRAMJÖLCHIAKASJÚHNETUR

— MEIRIHÁTTAR MORGUNGRAUTUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Lax sítróna pestó

Steiktur lax með pestói og ostaraspi. Það er góð hugmynd að safna saman brauðafgöngum og búa til úr þeim brauðrasp. Brauðið sem ég notaði í þennan rétt þurrkaði ég í bakaraofninum og malaði svo í matvinnsluvélinni.