Karamella – heimagerð og kærkomin

Karamella - heimagerð og kærkomin
Kærkomin heimagerð karamella. Best er að skera karamelluna langs og þvers (í hæfilega stóra bita) áður en hún harðnar of mikið. Þegar ég var nýbúinn að hella karemellunni á smjörpappírinn hringdi Helga vinkona mín, við gleymdum okkur í spjalli um mat og gamlar uppskriftir. Þegar símtalinu lauk var karamellan sem sagt orðin næstum því köld og brotnaði við skurðinn 🙂

Karamella – heimagerð og kærkomin

Í æsku minni gerðum við systkinin karamellur reglulega – það er kannski ekki til fyrirmyndar í nútímanum að börn séu að hræra í brennandi heitum sykrinum. Það þarf að hræra rólega í sykrinum þangað til sykurinn er orðinn passlega brúnn.

KARAMELLU….  — NAMMIHELGA

.

Karamella – heimagerð og kærkomin

3 dl sykur
1 dl síróp
2,5 dl rjómi
70 g ósaltað smjör
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar

Setjið allt á pönnu eða í pott og sjóðið þangað til karamellan er orðin fallega brún (ekki dökkbrún). Ekki hafa lokið á. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og hellið karamellunni þar á (hafið smjöpappírklædda ofnskúffuna tilbúna áður en þið byrjið að brúna sykurinn). Best er að skera karamelluna þegar hún er hálf volg og láta svo kólna alveg áður en hún er brotin í bita.

.

KARAMELLU….  — NAMMIHELGA

— KÆRKOMIN KARAMELLA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvítlaukskartöflur Helgu

Hvítlaukskartöflur Helgu. Stundum missi ég mig alveg, það gerðist á dögunum þegar Helga bauð okkur heim í Teryakikjúkling með hvítlaukskartöflum. Kartöflur með extra miklum hvítlauk eru óhemju góðar.

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum

Súkkulaðihúðaðar smákökur

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum - Hugrún Britta Kjartansdóttir lenti í 3.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Hún er vel að þriðja sætinu komin og það fyrsta sem kom upp í minn huga þegar ég smakkaði þær var í fyrsta lagi: Mig langar í kaffi með þeim og í öðru lagi: Mig langar í fleiri.... :) Hjá öðrum dómnefndarmönnum mátti heyra: „Sparikaka og maður nýtur hvers bita fyrir sig" - Jólaömmukaka með gamaldags ívafi" og „Það eru notalegheit sem fylgir henni"