Karamella – heimagerð og kærkomin
Í æsku minni gerðum við systkinin karamellur reglulega – það er kannski ekki til fyrirmyndar í nútímanum að börn séu að hræra í brennandi heitum sykrinum. Það þarf að hræra rólega í sykrinum þangað til sykurinn er orðinn passlega brúnn.
— KARAMELLU…. — NAMMI — HELGA —
.
Karamella – heimagerð og kærkomin
3 dl sykur
1 dl síróp
2,5 dl rjómi
70 g ósaltað smjör
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
Setjið allt á pönnu eða í pott og sjóðið þangað til karamellan er orðin fallega brún (ekki dökkbrún). Ekki hafa lokið á. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og hellið karamellunni þar á (hafið smjöpappírklædda ofnskúffuna tilbúna áður en þið byrjið að brúna sykurinn). Best er að skera karamelluna þegar hún er hálf volg og láta svo kólna alveg áður en hún er brotin í bita.
.
— KARAMELLU…. — NAMMI — HELGA —
.