Passaðu að þeyta rjómann ekki svo lengi að hann verði að smjöri

Hulda steinsdóttir Passaðu að þeyta rjómann ekki svo lengi að hann verði ekki að smjöri strokka smjör ferskt smjör viðbit
Passaðu að þeyta rjómann ekki svo lengi að hann verði að smjöri

Hversu oft heyrði maður ekki í gamla daga: Passaðu að þeyta rjómann ekki svo lengi að hann verði að smjöri!

Í sumarvinnunni í hitabylgjunni fyrir austan fór ég í búð og svo í kaffi til mömmu og ýmislegt fleira. Þegar ég komst loks á leiðarenda var ég orðinn seinn fyrir að útbúa eftirréttinn og þeytti rjómann í einum grænum. Óvart tók ég rjómann sem hafði beðið í bílnum í yfir 20 stiga hita hálfan daginn. Þetta endaði með því að rjóminn varð að smjöri…

Hvað gerir maður þá? Jú, hringir í mömmu og fær ráð.

Næsta skref var að móta kúlu úr smjörinu og kreysta áfirnar úr og salta síðan smjörið.

SMJÖREFTIRRÉTTIRMAMMA —  ÞEYTTUR RJÓMI

.

M Y N D B A N D I Ð

.

— ÞEYTTI RJÓMINN VARÐ AÐ SMJÖRI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lasagna með ricotta- og spínathjúp – fullkomið fjörefnafóður

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp. Borðum meira grænmeti! Það mælir allt með aukinni grænmetisneyslu. Grænmetisréttir eru auðveldir, fallegir og oft á tíðum ódýrir. Svo þarf nú varla að taka fram lengur hve hollt grænmetið er -  .

Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur. Sáraeinfaldir réttir koma oft skemmtilega á óvart, þessi kjúklingaréttur er sérlega einfaldur og fárárlega góður. Kjúklingurinn var steiktur á pönnu og látinn steikjast í gegn á lágum hita en það má líka setja hann í ofn eins og fram kemur í uppskriftinni.