Hversu oft heyrði maður ekki í gamla daga: Passaðu að þeyta rjómann ekki svo lengi að hann verði að smjöri!
Í sumarvinnunni í hitabylgjunni fyrir austan fór ég í búð og svo í kaffi til mömmu og ýmislegt fleira. Þegar ég komst loks á leiðarenda var ég orðinn seinn fyrir að útbúa eftirréttinn og þeytti rjómann í einum grænum. Óvart tók ég rjómann sem hafði beðið í bílnum í yfir 20 stiga hita hálfan daginn. Þetta endaði með því að rjóminn varð að smjöri…
Hvað gerir maður þá? Jú, hringir í mömmu og fær ráð.
Næsta skref var að móta kúlu úr smjörinu og kreysta áfirnar úr og salta síðan smjörið.
— SMJÖR — EFTIRRÉTTIR — MAMMA — ÞEYTTUR RJÓMI —
.
.
— ÞEYTTI RJÓMINN VARÐ AÐ SMJÖRI —
.