Kókosterta Bjarneyjar

Kókoskakan hennar Eyju ömmu – með smá tvisti bjarney ingibjörg gunnlaugsdóttir ísafjörður kókosterta kókosmjöl kaka kókoskaka
Kókoskakan hennar Eyju ömmu – með smá tvisti

Afskaplega falleg og bragðgóð glútenlaus kókosterta frá Bjarneyju Ingibjörgu á Ísafirði.

— BJARNEY INGIBJÖRG — ÍSAFJÖRÐUR — KÓKOSTERTUR — GLÚTENLAUST —

Bjarney Ingibjörg með Vetrarsúpupottinn en á borðinu er Kókoskakan hennar Eyju ömmu

Kókoskakan hennar Eyju ömmu – með smá tvisti

Neðri botninn:
4 eggjahvítur
140 gr hrásykur
140 gr kókosmjöl
1 tsk vanilla.

Efri botninn:
4 eggjahvítur
75 gr kókospálmasykur
140 gr kókosmjöl
1 tsk vanilla

Aðferð: Botnarnir eru gerðir í sitthvoru lagi en sama aðferðin gildir um þá báða.
Þeyta saman eggjahvítur og sykurinn þar til það myndast toppar og hægt að hvolfa skálinni. Þegar maður notar kókospálmasykur þá þarf maður að sýna smá þolinmæði og leyfa þessu að þeytast í dáldinn tíma en það verður aldrei eins þykkt og með hinum sykrinum.
Bæta kókosmjöli og vanillu út í og hræra vel saman.
Setja í tvö hringlaga form og baka við 160°C í 30 – 40 mín.

Súkkulaðikremið.
Tvöföld uppskrift gefur manni mikið krem og sumir vilja það. Það er líka hægt að gera eina og hálfa uppskrift og þá fær maður passlega mikið krem. Þitt er valið. Ég gef hér einfalda uppskrift af kreminu því auðvelt er að minka hana um helming.
4 eggjarauður
100 gr flórsykur
100 gr brætt súkkulaði
50 gr smjör

Aðferð:
Bræða saman súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði
Þeyta saman eggjarauður og flórsykur þar til blandan hefur tekið á sig ljósgulan lit.
Setja súkkulaðið út í í mjórri buni og hræra vel saman.

Kakan sett saman:
Ljós botn neðst
Krem
Dökki botnin ofan á
Krem
Strá kókösmjöli yfir til að skreyta.

Borin fram með rjóma (frá Örnu) og kókoskremi en þá er kókosrjómi frá Santa Maria þeyttur vel og 1 tsk vanilla sett út í.

Kókoskakan hennar Eyju ömmu – með smá tvisti

.

— KÓKOSKAKAN HENNAR EYJU ÖMMU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláber eru holl, mjög holl

blaber

BLÁBER. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði.

Döðlur með Gorgonzola

P1013662

Döðlur með Gorgonzola. Uppáhaldsosturinn minn um þessar mundir (og alla þessa öld...) er Gorgonzola, silkimjúkur, örlítið saltur og dásamlega bragðgóður þegar hann er passlega þroskaður. Þó Gorgonzolafylltar döðlur hljómi etv framandi í sumra eyrum, ættuð þið að prófa. Það er auðveldast að eiga við döðlurnar í kössunum, þær eru passlega mjúkar. Döðlurnar má útbúa með nokkurra klst fyrirvara og bera fram við stofuhita (eldhússhita).

Tímarit Franskra daga – Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

Tímarit Franskra daga - Franskir dagar á Fáskrúðsfirði. Bæjarhátíðir á landsbyggðinni eru frábærar samkundur. Bæjarbúar leggjast á árar og taka til, mála og fegra áður en gestum, sem að stærstum hluta eru brottfluttir, er boðið í bæinn. Á Fáskrúðsfirði er ein elsta hátíðin: Franskir dagar. Mesta vinnan við bæjarhátíðir í minni bæjum er unnin í sjálfboðavinnu, fólk leggur á sig ómælda vinnu og hefur gaman af.