Hildur Elísabet og Svavar á Ísafirði buðu upp á hreindýraborgara í eftirminnilegri veislu og á eftir var þessi góði berjaeftirréttur.
— HREINDÝRABORGARAVEISLAN — JÓGÚRT — ÍSAFJÖRÐUR — HREINDÝR — HAMBORGARAR — EFTIRRÉTTIR — BLÁBER —
Berjaeftirréttur
500 gr grísk Örnu jógúrt
250 ml þeyttur rjómi
4 vel fullar matskeiðar heimatilbúin berjasulta
Slatti af aðalbláberjum (helst nýtýndum en annars frosnum)
Rjóminn þeyttur
Sultan hrærð vel út í grísku jógúrtina
Þessu svo balndað varlega saman og sett í skál
Berin sett yfir
Skreyti stundum með rauðum berjum t.d jarðaberjum
Geri þetta mikið á haustin þegar hlíðarnar fyllast af gómsætum aðalbláberjum. Örnu gríska jógúrtin er svo mjúk og góð í allt. Notaði alltaf AB hér einu sinni en gríska jógúrtin toppar allt. Auðvitað má nota keypta sultu en hitt er miklu betra.
.
— BERJAEFTIRRÉTTUR —
.