Heimilisfriður Elísabetar Jökuls

elísabet jökulsdóttir hveragerði heimilisfriður döðlukaka listaháskólinn lhi  samæfingaterta samæfingarterta ísafjörður tónlistarskólinn á ísafirði
Elísabet tekur Heimilisfriðinn úr ofninum í fallegu íbúðinni sinni í Hveragerði

Heimilisfriður Elísabetar Jökuls

Leiðir okkar Elísabetar Jökulsdóttur lágu saman í Listaháskólanum, nokkrum árum síðar hringdi hún og vildi vita hvaða aðferð væri gott að nota ef fólk vildi hætta að nota sjampó í hárið. Þá hafði ég sagt henni í skólanum að ég þvæ hárið aldrei með sjampói…. En það er nú allt önnur saga. Elísabet fékk Heimilisfrið reglulega hjá Sigríði tónlistarskólastjórafrú á Ísafirði þegar hún var þar í menntaskóla. Elísabet segist ekki hafa bakað í þrjú á eða lengur en allt tókst vel. Tertan góða tók sig vel út á fallega tertudiski rithöfundarins.

HEIMILISFRIÐURHVERAGERÐIDÖÐLUTERTURÍSAFJÖRÐUR

.

Heimilisfriður

Heimilisfriður

3 egg
1/2 b sykur
2 bollar hveiti
1 bolli haframjöl
1 bolli saxað suðusúkkulaði
1 og hálfur bolli saxaðar döðlur
vanilludropar
1 og hálf tsk. lyftiduft
bráðið smjör a 150 gr
smá mjólk

Hrærið vel saman eggjum og sykri, bætið hinu saman við.
Setjið í tertuform og bakið í 3 korter til klukkutíma á 175 hækka í 200 síðasta korterið.

 

Í fyrstu ljóðabók Elísabetar, Dans í lokuðu herbergi sem kom út 1989 var þetta ljóð:

Til Siggu og Ragnars

Augnablik
býr eilífðin
hjá ykkur
Undir stjörnubjörtum fjöllum
leikur andinn í húsinu á píanó
Rabbabbaravín og heimilisfriður með kaffinu.
Heimurinn hefur ákveðið
að vera hér
þessa leiknu stund
sem kemur aldrei aftur
og hverfur aldrei
Hér eru samræður list
og þegar dagar flýgur síðasta orðið
úr nóttinni og verður lag handa hugsuninni
og lykt af nývöknuðu hafi
Hér er enginn gestur
en ferðalag handa hverjum og einum
Um eilífð
á augnablikið
Heima hér.

.

HEIMILISFRIÐURHVERAGERÐIDÖÐLUTERTURÍSAFJÖRÐUR

— HEIMILISFRIÐUR ELÍSABETAR JÖKULS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Apótek restaurant

Apótek restaurant  Apótek restaurant

Apótek restaurant. Notalegur kliður í Apótekinu minnir á bistro í París, létt angan berst af og til úr eldofninum, mikil lofthæð, virðulegir glugar og flottar innréttingar þar sem hægt er að velja um prívat bása eða ekki, nálægðin við Austurvöll er yndisleg - umvefjandi umhverfi í hjarta borgarinnar. Úr veitingasalnum er hægt að fylgjast með matreiðslumönnunum að störfum því opið er inn í eldhúsið. Allt svo notalegt.