Hugleiðingar um áramót

Njótum þess sem er á hlaðborði lífsins. Borðum hollan góðan mat, iðkum hreyfingu og styrkjandi, glaðar og jákvæðar hugsanir, til að verða sterk og baráttuglöð, hvert og eitt, en líka saman. Nýtum okkur gjafir náttúrunnar, fegurðina. Hún er kröftug og heilnæm bætiefnablanda fyrir sálina, ef við munum eftir því að staldra við og njóta. hugleiðingar um áramót
Njótum þess sem er á hlaðborði lífsins. Borðum hollan góðan mat, iðkum hreyfingu og styrkjandi, glaðar og jákvæðar hugsanir, til að verða sterk og baráttuglöð, hvert og eitt, en líka saman. Nýtum okkur gjafir náttúrunnar, fegurðina. Hún er kröftug og heilnæm bætiefnablanda fyrir sálina, ef við munum eftir því að staldra við og njóta.

Hugleiðingar um áramót

Við áramót hugsa mörg okkar sinn gang, horfa um öxl og hugsa til þeirra fjölmörgu sem ruddu leiðina með baráttu sinni, dugnaði og elju, horfa fram á veginn, hvert viljum við stefna og með hvaða hætti. En kannski er mikilvægast að gera það besta úr deginum í dag, hann er sú stærsta gjöf sem hægt er að þiggja. En þetta má svo sem gera alla daga ársins.

Svo er gott að staldra reglulega við og átta sig á fyrir hvaða gildi við viljum standa, skoða t.d. fólkið sem er í kringum okkur, hvort það hafi góð áhrif á okkur og hvort við erum í alvörunni hamingjusöm í hjartanu. Líkamleg heilsa skiptir auðvitað máli, en ekki síður andleg, því að glaðbeittum hópi fólks verður miklu betur ágengt í baráttunni fyrir bættum kjörum og aðstæðum.

Stundum er eins og kveikiþráðurinn í okkur sé óþarflega stuttur, facebook logar í nokkra daga af heift út af því sem stundum mætti kalla tittlingaskít. Vissulega eru tilefnin ærin til að ergja sig ef maður vill það, en miklu fleiri tilefni eru þó til að gleðjast yfir því sem við höfum, sjáum og heyrum, ef við höfum skynfærin opin og erum þannig innstillt. Þetta mættum við íhuga þegar við horfum til næsta árs.

ÁRAMÓTHUGLEIÐINGARDRAUMARHLAÐBORÐ

.

Draumar rætast

Munum að við stjórnum ferðinni og erum að stórum hluta ábyrg fyrir eigin heilsu og velferð. Kannski mætti líkja lífinu við hlaðborð, það er allt mögulegt í boði og við getum sjálf talsvert stjórnað ferðinni. Kosturinn við að fara á hlaðborð er að þá getum við valið sjálf og bragðað á fjölmörgum tegundum, mat sem við mundum kannski annars ekki smakka á.

Ekki er til ein fullkomin uppskrift að góðu lífi. Mannfólkið er ólíkt og það sem veitir einum hamingju í hjarta skiptir aðra minna máli. Það má minna sig á að makar og samferðafólk les sjaldnast hugsanir, í raun aldrei. Þess vegna þurfum við að deila hugmyndum okkar og hugðarefnum með öðru fólki og tjá okkur með skýrum hætti.

Vaxa, þroskast og dafna

Sagt hefur verið að traustur vinur geti gert kraftaverk. Öll þurfum aðstoð einhvern tíma í lífinu á einhvern hátt. Það getur verið fagmaður eða góðir vinir því að hluti af hamingjunni er að vaxa, þroskast og dafna. Fólk er kannski með einhverja fortíðarpoka á bakinu sem þarf að losa, eitthvað gamalt sem er að angra okkur og þá er kjörið að fá til þess aðstoð fagfólks eða góðra vina. Vinur er sá er til vamms segir.

Oft erum við föst í viðjum vanans, viljum hafa allt eins og það hefur verið. Sumt er reyndar best að hafa óbreytt, en í því getur líka falist stöðnun. Við þurfum að temja okkur nýtt hugarfar og beita okkur aga til að komast upp úr þessum hjólförum. Hristum upp í rútínunni, gerum lífið meira spennandi og lifum lífinu lifandi.
Þó að kalt sé og yfirþyrmandi snjókoma, er óþarfi að fá það á heilann, eða erum við búin að gleyma að við fengum eitt það fallegasta og mildasta haust í manna minnum í þrjá mánuði? Var facebook uppfullt af gleði yfir því? Við vitum að framundan er birta og gróska, náttúran lifnar og við sjálf líka, við gerum okkur dagamun með sól í hjarta og hristum af okkur vetrarhrollinn, gleðjumst yfir vorinu og farfuglunum.
Trúlega erum við öll sammála um að sumarið líður hjá með ógnarhraða og stundum er maður rétt byrjaður að fá sumarfreknurnar þegar haustið minnir á sig. Það er því mikilvægt að skipuleggja vorið og sumarið vel til að njóta sem mest og best.

Framundan eru bjartari dagar sem upplagt er að nýta með góðu fólki, sem hefur góð áhrif á okkur, maður er jú manns gaman!

Njótum

Njótum þess sem er á hlaðborði lífsins. Borðum hollan góðan mat, iðkum hreyfingu og styrkjandi, glaðar og jákvæðar hugsanir, til að verða sterk og baráttuglöð, hvert og eitt, en líka saman. Nýtum okkur gjafir náttúrunnar, fegurðina. Hún er kröftug og heilnæm bætiefnablanda fyrir sálina, ef við munum eftir því að staldra við og njóta.

ÁRAMÓTHUGLEIÐINGARDRAUMARHLAÐBORÐ

🎇

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.