Punjab lambaréttur með apríkósum. Hressandi sterkur indverskur lambaréttur. Eðlilega gerir allur þessi chili hann sæmilega sterkan en herðið upp hugann og brettið upp ermar – þið sjáið ekki eftir því. Svitinn gæti sprottið út en munið bara að indverskur matur er góður.
— INDLAND — LAMB — APRÍKÓSUR —
Punjab lambaréttur með apríkósum
4 msk ólívuolía
1 stór saxaður rauðlaukur
2 rauð chili
3-5 hvítlauksgeirar
20-30 g ferskur engifer
2 lárviðarlauf
1 tsk kardimommur
1 tsk negull
2 ½ cm kanilstöng
500 g lambakjöt i litlum bitum
1 tsk túrmerik
1 msk kóríanderduft
2 tsk salt
2 msk sykur
½ l sjóðandi vatn
70 g þurrkaðar apríkósur
4 msk saxað kóríander
1 tsk garam masala
Maukið hvítlauk og engifermauki í mortéli eða blandara með 2 tsk vatni (einnig má nota tilbúið mauk, 1 msk af hvoru).
Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlauk og chili í 8-10 mínútur. Bætið hvítlauks/engifermaukinu við á pönnuna og steikið áfram í 5 mín. Kryddið með lárviðarlaufi, kardimommum, negul og kanilstöng og látið malla í 1 mín.
Setjið lambabitana á pönnuna með túrmerik, kóríander, salti og sykri ásamt 1 dl af sjóðandi vatni. Látið sjóða vel í 5-7 mín og hrærið á meðan. Blandið afganginum af vatninu saman við og látið malla í 1 ½ klst. Hrærið af og til með sleif.
Skerið apríkósurnar í fernt, hellið þeim út í réttinn í lokin og sjóðið þar til þær eru orðnar dálítið maukaðar. Hrærið fersku kóríander saman við ásamt garam masala.
Berið vel af hrísgrjónum með og naan eða roti-brauð.
.
.