Punjab lambaréttur með apríkósum

Punjab lambaréttur með apríkósum INDLAND indverskur matur lambakjöt lamb lárviðarlauf sterkur matur engifer
Punjab lambaréttur með apríkósum

Punjab lambaréttur með apríkósum. Hressandi sterkur indverskur lambaréttur. Eðlilega gerir allur þessi chili hann sæmilega sterkan en herðið upp hugann og brettið upp ermar – þið sjáið ekki eftir því. Svitinn gæti sprottið út en munið bara að indverskur matur er góður.

INDLANDLAMBAPRÍKÓSUR

Punjab lambaréttur með apríkósum

4 msk ólívuolía
1 stór saxaður rauðlaukur
2 rauð chili
3-5 hvítlauksgeirar
20-30 g ferskur engifer
2 lárviðarlauf
1 tsk kardimommur
1 tsk negull
2 ½ cm kanilstöng
500 g lambakjöt i litlum bitum
1 tsk túrmerik
1 msk kóríanderduft
2 tsk salt
2 msk sykur
½ l sjóðandi vatn
70 g þurrkaðar apríkósur
4 msk saxað kóríander
1 tsk garam masala

Maukið hvítlauk og engifermauki í mortéli eða blandara með 2 tsk vatni (einnig má nota tilbúið mauk, 1 msk af hvoru).

Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlauk og chili í 8-10 mínútur. Bætið hvítlauks/engifermaukinu við á pönnuna og steikið áfram í 5 mín. Kryddið með lárviðarlaufi, kardimommum, negul og kanilstöng og látið malla í 1 mín.

Setjið lambabitana á pönnuna með túrmerik, kóríander, salti og sykri ásamt 1 dl af sjóðandi vatni. Látið sjóða vel í 5-7 mín og hrærið á meðan. Blandið afganginum af vatninu saman við og látið malla í 1 ½ klst. Hrærið af og til með sleif.

Skerið apríkósurnar í fernt, hellið þeim út í réttinn í lokin og sjóðið þar til þær eru orðnar dálítið maukaðar. Hrærið fersku kóríander saman við ásamt garam masala.

Berið vel af hrísgrjónum með og naan eða roti-brauð.

.

PUNJAB LAMBARÉTTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.