
Kaffiboð hjá Hjördísi Rut
Góðvinkona síðunnar Hjördís Rut Jónasdóttir bauð í kaffi á Akureyri. Eins og við var að búast var kaffimeðlæti hvert öðru betra og við alsælir (sem aldrei fyrr).
— AKUREYRI — HJÖRDÍS RUT — KAFFIBOÐ — PÖNNUKÖKUR — SULTUR — SALÖT —
.

Skúffukaka
2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 1/3 b sykur
1/2 b matarolía
2/3 b mjólk
1 tsk vanilludropar
4 msk kakó
2 egg
Hrærið öllu vel saman. Setjið í tvö smurð hringform.
Bakið við 180°C í u.þ.b. 20 mín.
Smyrjið þunnu lagi af rabarbarasultu á botninn. Glassúr yfir*
Stráið kókosmjöli yfir.
*Glassúr
2 b flórsykur
2 msk kakó
4-5 msk sjóðandi vatn

Pönnukökur Hjördísar
500 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1,4 – 1,5 l mjólk
1 dl matarolía
1 tsk vanilludropar
4 egg
Setjið allt í skál og þeytið vel saman.
Best er að sykra jafnóðum og rúlla upp.
Helga Sig hafði ekki vanilludropa, ég bætti þeim við.

Smjördeigsstangir
Frosið smjördeig frá Findus
2 egg
1 tsk timian
Látið smjördeigið þiðna.
Þeytið eggin og bætið timiani saman við.
Stráið hveiti á borð og fletjið plöturnar þunnt úr.
Pikkið í með gaffli.
Smyrjið eggi yfir.
Stráið sesamfræjum og maldonsalti yfir.
Skerið í lengjur (ca 10 cm)
Bakið við 180°C þar til stangirnar eru fallegar á litinn.

Rækjusalat Hjördísar
400 g rækjur (lúxus)
sítrónusafi
5 harðsoðin egg
salt
1 1/2 b mæjónes
2 msk sýrður rjómi
1/2 tsk sítrónupipar frá Prima
1 tsk hunangs Dijon
smá dill
Setjið rækjur í skál, kreistið sítrónu yfir. Skerið eggin smátt og bætið við ásamt öllu hinu. Hrærið vel saman.

Gerbollur Hjördísar
1/2 l volgt vatn
2 pk þurrger
2 msk sykur
2 tsk salt
1 dl matarolía
Pískið létt saman
3 msk hveitiklíð
3 msk hörfræ
3 msk kúmenfræ
3 msk sesamfræ
Bætt út í og léttþeytt.
14 dl hveiti (780 g) bætt saman við og hnoðað. Setjið aftur í skálina, stykki yfir og látið hefast á hlýjum stað í 1 klst. gjarnan upp við ofn.
Hnoðið vel og búið til bollur á stærð við golfkúlur. Setjið á smurða plötu eða bökunarpappír og látið hefast í 30 mín.
Penslið bollurnar með þeyttu eggi, rifinn ostur og sesamfræ sett ofan á.
Bakið við 180°C.
Ef fræjum er sleppt má nota deigið í pitsudeig, pitsusnúða eða kanelsnúða.
Bláberja- og rabarbarasulta
1 kg bláber
1 kg rabarbari skorinn í kubba
1 – 1 1/1 kg hrásykur (smakka til, ber eru missæt)
Sjóðið bláber og rabarbara í u.þ.b. 30 mín. Hrærið oft svo að brenni ekki við.
Setjið í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota.
Setjið aftur í pottinn.
Bætið í 1 kanelstöng og sykrinum.
Sjóðið í 30 mín án loks.
Setjið í soðnar krukkur og geymið í ísskáp.
Bláberjasulta Hjördísar
1 kg bláber (villt eða frosin)
500 g hrásykur (smakka til)
1 kanelstöng
e.t.v. smá vatn
1-2 tsk sítrónusafi.
Sjóðið ber og kanelstöng í u.þ.b. 30 mín.
Bætið saman við sykri og sítrónusafa ásamt vatni ef þörf er á því.
Stappið berin lauslega með kartöflustöppu.
Sjóðið áfram í u.þ.b. 30 mín.
Setjið á soðnar krukkur og geymið í ísskáp.
.
— AKUREYRI — HJÖRDÍS RUT — KAFFIBOÐ — PÖNNUKÖKUR — SULTUR — SALÖT —
.