Laufabrauð – eitt það allra besta

Laufabrauð - eitt það allra besta jólabakstur jólauppskriftir jólabrauð jólakökur þórhildur þorleifsdóttir leikstjóri arnar jónsson leikari
Laufabrauð – eitt það allra besta

Laufabrauð – eitt það allra besta

Við Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri höfum reglulega skeggrætt víðfræga laufabrauðsuppskrift hennar, en hana mun hún hafa fengið hjá móður sinni. Þetta er ekkert venjuleg uppskrift, bæði með rjóma og smjöri. Þórhildur segist ekki vera neinn tertumeistari, en þarna hafi hún getað skákað öllum í bakstri, eða réttara sagt steikingu á laufabrauði, sem satt best að segja er ekki bara ljúffengasta laufabrauð sem ég hef smakkað, heldur er afar auðvelt að eiga við deigið, fletja það út örþunnt, skera og svo loðir það svo vel saman þegar þríhyrnunum er stökkt á hvolf.
Það var ekki þrautalaust að fá uppskriftina uppgefna, enda er hún gersemi heimilisins, en að lokum féllst Þórhildur á að leyfa fleirum að njóta. Þökk sé henni og margfaldur heiður.

🔔

ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDLAUFABRAUÐJÓLINPALMÍNBAKSTURBRAUÐSMÁKÖKUR

🔔

Þórhildur og Arnar í laufabrauðsgerð 

Laufabrauð

1 kg hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
3 dl rjómi
3 dl vatn
60 g smjör

Sigtið hveitið, bætið við salti og lyftidufti.
Setjið rjóma, vatn og smjör í pott og hitið að suðu.
Blandið smátt og smátt saman við hveitið og hnoðið saman með höndunum.
Mótið 4-5 lengjur og leggið rakt stykki yfir.
Skerið eina og eina lengju niður í einu og fletjið út þunnar kökur.
Leggið disk á hvolfi yfir og skerið meðfram til að forma kökuna.
Skerið munstur í kökurnar og pikkið þær.

Steikið í vel heitri palmín feiti.
Pressið þéttingsfast milli pappírsblaða strax að lokinni steikingu.

Það er upplagt að geyma afrifurnar og steikja þær síðast og borða sem snakk.

Laufabrauð Þórhildar

.

ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDLAUFABRAUÐJÓLINPALMÍNBAKSTURBRAUÐSMÁKÖKUR

LAUFABRAUÐ ÞÓRHILDAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata - veitingahúasagatan í Reykjavík. Það er ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Hverfisgötunnar í Reykjavík, við búum í grenndinni og höfum fylgst með Hverfisgötunni breytast úr óspennandi og drungalegri götu yfir í nútímalegt stræti með iðandi mannlíf og fjölmarga veitingastaði og kaffihús. Uppbyggingunni er langt frá því lokið en matarilminn leggur um alla götuna og við hana er eina veitingahús landsins sem státar af Michelin stjörnu, Dill.

Á dögunum gekk ég Hverfisgötuna og myndaði þau veitinga- og kaffihús sem eru við götuna. Við höfum skrifað um þrjú veitingahúsanna, Mat BarGeira Smart og Essensiu og vorum alsælir með þau öll.

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins. Það er eitthvað notalegt við að vera í átthagafélagi. Því miður eiga þau mörg undir högg að sækja með breyttu landslagi í stafrænni tækin, greiðari og auknum ferðalögum, aukinni afþreyjingu og ýmsu fleiri. Það að vera í átthagafélagi fær fólk til að hugsa hlýlega til heimahaganna og svo eru stundum kaffisamkomur eins og hjá Fáskrúðsfirðingafélaginu í dag.

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana.