Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn sómi sóma samlokur sigurbjörg árdís lucia

Sómakonur í heimsókn. Í miklum önnum er skipulagið mikilvægt ef ekki mikilvægast. Það er frábær kostur fyrir störfum hlaðið fólk, sem vill halda veislu með sem minnstri fyrirhöfn, að fá senda heim veislubakka. Þetta reyndum við á dögunum þegar Árdís systir mín og hennar vinkonur komu hingað með stuttum fyrirvara.

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Öll árin sem ég var í Listaháskólanum leituðum við oft til Sóma og fengum þaðan fjölbreytta bakka. Allt stóð frá þeim eins og stafur á bók. Á sama tíma og Árdís og hennar sómakonur komu hingað kom sending af veislubökkum frá Sóma – glæsilegt smurbrauð, fallegt og bragðgott.

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Þetta er dæmi um hvernig hægt er að halda glæsilega veislu án þess að leggja eldhúsið í rúst og vera örþreyttur gestgjafi. Einnig er þetta hugmynd fyrir vinnustaði sem vilja gera sér dagamun á aðventunni og finna ekki tíma fyrir jólahlaðborðin.

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Framundan er aðventan með öllum sínum tónleikum og uppákomum og þessir veislubakkar eiga eftir að gleðja marga – gesta og gestgjafa

 

 

Fyrst var skálað í Jacob´s Creek sparkling rose og með smurbrauðinu fengu þær spænskt hvítvín: Radio Boca Verdejo   

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...