Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn sómi sóma samlokur sigurbjörg árdís lucia

Sómakonur í heimsókn. Í miklum önnum er skipulagið mikilvægt ef ekki mikilvægast. Það er frábær kostur fyrir störfum hlaðið fólk, sem vill halda veislu með sem minnstri fyrirhöfn, að fá senda heim veislubakka. Þetta reyndum við á dögunum þegar Árdís systir mín og hennar vinkonur komu hingað með stuttum fyrirvara.

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Öll árin sem ég var í Listaháskólanum leituðum við oft til Sóma og fengum þaðan fjölbreytta bakka. Allt stóð frá þeim eins og stafur á bók. Á sama tíma og Árdís og hennar sómakonur komu hingað kom sending af veislubökkum frá Sóma – glæsilegt smurbrauð, fallegt og bragðgott.

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Þetta er dæmi um hvernig hægt er að halda glæsilega veislu án þess að leggja eldhúsið í rúst og vera örþreyttur gestgjafi. Einnig er þetta hugmynd fyrir vinnustaði sem vilja gera sér dagamun á aðventunni og finna ekki tíma fyrir jólahlaðborðin.

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Framundan er aðventan með öllum sínum tónleikum og uppákomum og þessir veislubakkar eiga eftir að gleðja marga – gesta og gestgjafa

 

 

Fyrst var skálað í Jacob´s Creek sparkling rose og með smurbrauðinu fengu þær spænskt hvítvín: Radio Boca Verdejo   

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði. Björk bauð í síðdegiskaffi á sunnudaginn. Mikið væri gaman ef sunnudagskaffiboð fengju aftur sinn sess í lífi fólks. Það er undurljúft að sitja með góðum vinum og drekka kaffi og spjalla um það sem fólki liggur á hjarta.

Stór eða lítil eyru?

Eyru

Stór eða lítil eyru? Þegar búið er að virða fyrir sér líkamann í heild, er oft fróðlegt að athuga eyrun. Menn með stór eyru eru oft gefnir fyrir grænmeti og fyrirferðamikinn mat. Smáeyrður maður vill oftast heldur kjöt og aðra kjarnmikla fæðu.

Bubba og Daddý halda matarboð

Vinkonurnar Hólmfríður og Dagbjört, betur þekktar sem Bubba og Daddý, buðu nokkrum góðum vinum sínum í mat á dögunum. Þær dömurnar kunna að njóta lífsins og bjóða oft til veislu með stuttum fyrirvara. Matseðilinn samanstóð af rækjukoktel, kálfasnitsel með ýmsu góðgæti og Pavlóvu.