Hátíðarmatseðill á Gistihúsinu á Egilsstöðum

lake hotel Albert Sigurðsson Halldóra Eiríksdóttir og Albert Egilsstaðir gistihúsið egilsstöðum
Albert, Halldóra og Albert

Á Gistihúsinu á Egilsstöðum er á aðventunni Hátíðarmatseðill. Við Halldóra systir mín ásamt nafna mínum og syni hennar prufuðum herlegheitin og líkaði vel, mjög vel.

EGILSSTAÐIRGISTIHÚSIÐ EGILSSTÖÐUMVEITINGAHÚSÍSLAND

.

Graskerssúpa
Reykt andabringa með epla chutney, hindberja vinaigretta, hvítsúkkulaðisnjó og möndlum.
Hörpuskel með wasabi mæjónesi, kantalópukrapi, spírum, kryddjurtakexi og yuzu.

 

Lambamjaðmasteik með rauðkáli, kartöflum, nípu, dilli og soðgljáa.

 

Ástaraldinfrauð með pistasíu pralín, rifsberjum og jarðarberjum.

EGILSSTAÐIRGISTIHÚSIÐ EGILSSTÖÐUMVEITINGAHÚS

VISIT AUSTURLAND

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hampmjólk

Hampmjólk. Sú var tíð að flestir á þessu landi trúðu því að við kæmumst ekki af án kúamjólkur. Gamla tuggan um að við yrðum að drekka mjólk til að fá kalk á ekki við lengur því nú vitum við að til eru mjög margir kalkgjafar sem eru betri en kúamjólk.

Geiri Smart – veitingahús

Geiri Smart Geiri Smart

Geiri Smart - veitingahús. Öll (smá)atriði þaulhugsuð.  Veitingastaðurinn fer beint á topp fimm yfir bestu veitingahús á Íslandi. SMART, SMART, SMART.

Þema á staðnum og á hótelinu í sama húsi tengist hinu bráðskemmtilega bandi Spilverki Þjóðanna. T.d. er matseðillinn með A og B hlið, eins og á vinyl plötu.

Það er kannski klisja að tala um falið leyndarmál EN ... Mikið svakalega kom allt okkur á óvart. Þetta er ævintýralega vel heppnaður veitingastaður á besta stað í borginni. Þaulhugsað heildarkonsept, allt frá einstaklega töff og um leið notalegu umhverfi, yfir í matseld sem lætur bragðlaukana beinlínis fagna með gleðitárum, klæðileg og smart föt þjónanna og handgert leirtau. Íslensk hönnun er í hávegum höfð og húsgögn sem smíðuð hafa verið fyrir staðinn eru gerð hérlendis.

Chiagrautur með mangósósu

Chiagrautur

Chiagrautur með mangósósu. Sumir eru með endalausar afsakanir og fresta því þannig að taka á mataræðinu og borða hollari fæðu. Chiagrautur er sáraeinfaldur, ætli hann sé ekki til í u.þ.b. óteljandi útgáfum - ekkert vesen og lítil fyrirhöfn.