Heitt kartöflusalat með stökku beikoni

Heitt kartöflusalat með stökku beikoni
Beikonkartöflusalat

Heitt kartöflusalat með stökku beikoni

Þó grillaðar kartöflur séu ágætar með grillsteikinni þá fer alltaf þónokkur tími í að steikja þær á grillinu. Það amk mín reynsla að þær taka alltaf mun lengri tíma en ég bjóst við. Svo er fínt að fá smá tilbreytingu í meðlæti með grillmatnum og ýmsum örðum mat. Að blanda saman beikoni, hunangi og Dijonsinnepi er himneskt. Þetta kartöflusalat er gjörsamlega smellpassar með allsskonar réttum.

KARTÖFLURSALÖTBEIKONGRILLDIJON

.

Heitt kartöflusalat með stökku beikoni

750 g kartöflur
2 msk olía
4 beikonsneiðar

Dressing

1/4 b steinselja, söxuð
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 msk hunang
1 tsk Dijon sinnep
2-3 msk edik
3 msk olía
salt og pipar

Skerið kartöflurnar í bita og setjið þær í form, hellið olíunni yfir. Steikið beikonið á pönnu, takið það til hliðar og skerið í bita. Hellið fitunni af pönnunni yfir kartöflurnar. Bakið þær í um 30 mín. við 175°C. Það er ágætt að hræra í þeim einu sinni eða tvisvar.

Dressing: Setjið steinselju, hvítlauk, hunang, sinnep, edik, salt og pipar í krukku, lok á og hristið vel saman.

Þegar kartöflnar eru bakaðar og orðnar aðeins brúnar eru þær teknar út ofninum, dressingunni hellt yfir og beikoninu blandað saman við. Borðið fram heitt.

.

KARTÖFLURSALÖTBEIKONGRILLDIJON

HEITT KARTÖFLUSALAT MEÐ BEIKONI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.