Heitt kartöflusalat með stökku beikoni

Heitt kartöflusalat með stökku beikoni
Beikonkartöflusalat

Heitt kartöflusalat með stökku beikoni

Þó grillaðar kartöflur séu ágætar með grillsteikinni þá fer alltaf þónokkur tími í að steikja þær á grillinu. Það amk mín reynsla að þær taka alltaf mun lengri tíma en ég bjóst við. Svo er fínt að fá smá tilbreytingu í meðlæti með grillmatnum og ýmsum örðum mat. Að blanda saman beikoni, hunangi og Dijonsinnepi er himneskt. Þetta kartöflusalat er gjörsamlega smellpassar með allsskonar réttum.

KARTÖFLURSALÖTBEIKONGRILLDIJON

.

Heitt kartöflusalat með stökku beikoni

750 g kartöflur
2 msk olía
4 beikonsneiðar

Dressing

1/4 b steinselja, söxuð
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 msk hunang
1 tsk Dijon sinnep
2-3 msk edik
3 msk olía
salt og pipar

Skerið kartöflurnar í bita og setjið þær í form, hellið olíunni yfir. Steikið beikonið á pönnu, takið það til hliðar og skerið í bita. Hellið fitunni af pönnunni yfir kartöflurnar. Bakið þær í um 30 mín. við 175°C. Það er ágætt að hræra í þeim einu sinni eða tvisvar.

Dressing: Setjið steinselju, hvítlauk, hunang, sinnep, edik, salt og pipar í krukku, lok á og hristið vel saman.

Þegar kartöflnar eru bakaðar og orðnar aðeins brúnar eru þær teknar út ofninum, dressingunni hellt yfir og beikoninu blandað saman við. Borðið fram heitt.

.

KARTÖFLURSALÖTBEIKONGRILLDIJON

HEITT KARTÖFLUSALAT MEÐ BEIKONI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki. Það er gaman að finna uppskriftir með því að slá inn í google það hráefni sem til er í ísskápnum eða þá það sem mann langar í. Hið seinna gerði ég. Þannig fann ég þessa uppskrift og prófaði. Í upphaflegu uppskriftinni er makríll en í fiskbúðinni keypti ég hlýraflak.

Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Gráfíkjukaka. Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Ýr kom með unaðslega góða köku sem hún bakaði upp úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók Birnu ömmu sinnar. Satt best að segja fór í þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar ég bragðaði á fyrsta bitanum - en ég var með tertuást á Birnu.... (og mörgum fleiri konum).

Steiktur kjúklingur eftir þeldökkri konu í New Orleans

Kjúklingur

STEIKTUR KJÚKLINGUR eftir þeldökkri konu í New Orleans. Útvarpskonan ágæta, Sigurlaug M. Jónasdóttir las þessa uppskrift upp í matarþætti sínum fyrir mörgum árum. Lesturinn var svo áhrifaríkur...