Pampushky hvítlausksbrauð – пампушка.
Alveg sjúklega gott brauð. Í úkraínsku er orðið pampushka notað til að lýsa glæsilegri íturvaxinni konu. Pam-poo-shka! Pampushky brauð er venjulega borið fram með borsh súpu / rauðrófusúpu.
🇺🇦
— BORSH SÚPA —
— ÚKRAÍNA — BRAUÐ — HVÍTLAUKSBRAUÐ —
🇺🇦
Pampushki með borsh súpu
1 dl mjólk eða vatn
1 msk smjör
10 g ger
200 g hveiti
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
Það sem fer að ofan á brauðið:
1 eggjarauða eða 1 msk vatn
4 hvítlaukar
steinselja eða dill
Aðferð:
Leysið gerið upp í skál með mjólk eða vatni.
Bætið restinni af hráefnunum saman við. Hrærið saman með skeið. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og látið standa í 30 mínútur.
Búið til meðalstórar kúlur og setjið í bökunaform/ bökunaskál eða muffins form.
Leyfið kúlum aðeins standa, svona í 10 mín.
Hrærið saman eggjarauður eða vatn með það sem fara ofan á pampushka og setja varlega á toppin hverja kúlu.
Setja pampushka í ofn sem er 180°C og bakið í ca 25 mínútur þar til það verður fallega sólbrúnt.
🇺🇦
— BORSH SÚPA —
— ÚKRAÍNA — BRAUÐ — HVÍTLAUKSBRAUÐ —
— PAMPUSHKY —
🇺🇦