Úkraínskar súkkulaðitrufflur

Úkraínskar súkkulaðitrufflur - шоколадні трюфелі
Úkraínskar súkkulaðitrufflur – шоколадні трюфелі

Úkraínskar súkkulaðitrufflur

Á úkraínskri uppskriftasíðu fann ég uppskrift af súkkulaðitrufflum. Það sem gerir þessar öðruvísi en aðrar er að notaðir eru svampbotnar, þeir muldir niður, bakaðir/þurrkaðir í ofni. Á þessari sömu síðu sá ég að að algengt er að nota brauð saman við t.d. kjöt og fiskibollur, það er notað ásamt hveiti.

🇺🇦

— ÚKRAÍNATRUFFLURSÚKKULAÐIEFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTIVANILLUEXTRAKTSVAMPBOTNAR

🇺🇦

Úkraínskar súkkulaðitrufflur


Súkkulaðitrufflur

2 svampbotnar – UPPSKRIFTIR HÉR
230 g mjúkt smjör
1 dl rjómi
4 msk kakó + 2 msk yfir kúlurnar
1 b pekanhnetur
1/2 tsk salt
2 tsk vanillu extrakt.

Myljið svampbotnana gróft niður og setjið í ofnskúffu. Bakið við 175°C í um 15 mín. Hrærið í og passið að brenni ekki. Kælið. Myljið fínt. Þurrristið pekanhnetur og kælið. Malið hneturnar (ekki of fínt). Þeytið saman smjör og rjóma ásamt salti og vanillu. Bætið tertu- og hnetumylsnunni saman við. Mótið kúlur og stráið kakói yfir. Kælið.

🇺🇦

— ÚKRAÍNATRUFFLURSÚKKULAÐIEFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTIVANILLUEXTRAKTSVAMPBOTNAR

ÚKRAÍNSKAR SÚKKULAÐITRUFFLUR

🇺🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi?

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? Það ætti nú varla að þurfa að taka það fram en við tökum ekki með okkur aukagesti í boð. Gestgjafinn ákveður hvaða gestir koma til hans, það er ekki í okkar höndum.

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.