Úkraínskar súkkulaðitrufflur
Á úkraínskri uppskriftasíðu fann ég uppskrift af súkkulaðitrufflum. Það sem gerir þessar öðruvísi en aðrar er að notaðir eru svampbotnar, þeir muldir niður, bakaðir/þurrkaðir í ofni. Á þessari sömu síðu sá ég að að algengt er að nota brauð saman við t.d. kjöt og fiskibollur, það er notað ásamt hveiti.
— ÚKRAÍNA — TRUFFLUR — SÚKKULAÐI — EFTIRRÉTTIR — KAFFIMEÐLÆTI — VANILLUEXTRAKT — SVAMPBOTNAR —
Súkkulaðitrufflur
2 svampbotnar – UPPSKRIFTIR HÉR
230 g mjúkt smjör
1 dl rjómi
4 msk kakó + 2 msk yfir kúlurnar
1 b pekanhnetur
1/2 tsk salt
2 tsk vanillu extrakt.
Myljið svampbotnana gróft niður og setjið í ofnskúffu. Bakið við 175°C í um 15 mín. Hrærið í og passið að brenni ekki. Kælið. Myljið fínt. Þurrristið pekanhnetur og kælið. Malið hneturnar (ekki of fínt). Þeytið saman smjör og rjóma ásamt salti og vanillu. Bætið tertu- og hnetumylsnunni saman við. Mótið kúlur og stráið kakói yfir. Kælið.
— ÚKRAÍNA — TRUFFLUR — SÚKKULAÐI — EFTIRRÉTTIR — KAFFIMEÐLÆTI — VANILLUEXTRAKT — SVAMPBOTNAR —