Kjötbollur í eplasósu

Kjötbollur í eplasósu úkraína úkraínskur matur
Kjötbollur í eplasósu

Kjötbollur í eplasósu

Eplasósa með kjötbollum hljómaði svo spennandi að þann rétt verður að prófa. Kemur skemmtilega á óvart. Í upphaflegu uppskriftinni, sem kemur frá Úkraínu, á að vera kalkúnakjöt en ég blandaði kjúklinga- og lambahakki.

🇺🇦

— ÚKRAÍNAKJÖTKJÖTBOLLUREPLI

🇺🇦

Kjötbollur í eplasósu

500 g kjöthakk
1 egg
3 msk hveiti
3 1/2 dl vatn
1-2 brauðsneiðar, saxað smátt
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
1 dl söxuð fersk steinselja
1 laukur
salt og pipar
olía til steikingar.

Eplasósa
2 græn epli
1-2 tsk sterkt sinnep
3 msk trönuberjasulta
1 tsk rifið engifer
Börkur af 1/2 – 1 appelsínu
safi úr einni appelsínu
1 tsk edik
1 msk tómatpuré

Bollur: Saxið laukinn smátt og léttsteikið í olíu á pönnu. Bætið saman við hakkið ásamt eggi, brauði, hvítlauk steinelju, salti og pipar. Mótið kjötbollur og steikið á pönnu. Takið til hliðar á meðan sósan er útbúin á pönnunni.

Sósa: Saxið eplin smátt setjið á pönnuna (ekki hreinsa hana eftir bollurnar), bætið restinni við. Þynnið með vatni og smakkið til með salti og pipar. Látið sjóða í nokkrar mínútur – má setja í blandara ef vill og svo aftur á pönnuna. Bætið kjötbollunum saman við og sjóðið áfram.

🇺🇦

— ÚKRAÍNAKJÖTKJÖTBOLLUREPLI

KJÖTBOLLUR Í EPLASÓSU

🇺🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberja- og rabarbarakaka

Rabarbara- og jarðarberjakaka

Jarðarberja- og rabarbarakaka. Rabarbarinn er bestur í upphafi sumars og fram eftir sumri en sumar tegundir geta trénað eftir því sem á sumarið líður. Rabarbari og jarðarber fara afar vel saman. Svo má líka minna á þetta rabarbarapæ sem fer að teljast klassískt ;)

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)
Töluvert er hér notað af útlendu berjamauki (syltutöj). Er það illa farið, því að bæði er það óhollasta ávaxtanautnin og útlenda berjamaukið oft svikið, og sorglegt að vita til þess, hve miklir peningar fara út úr landinu fyrir það og saft, sem lítið á skylt við ávexti, sem að eins er sykurlögur litaður með anilínlit. Af innlendum ávöxtum höfum vér aðallega ber. Rabarbara má nota á sama hátt sem ávexti (handa heilbrigðu fólki). Rabarbari ætti að vera til á hveru einasta íslenzku heimili, því að hann getur vaxið svo að segja fyrirhafnarlaust.

Hefur matur áhrif á exem?

exem

Matur og exem. Eftir að við tókum mataræði okkar í gegn og fundum á eigin skinni hversu mikil áhrif matur hefur þá jókst áhuginn til muna. Hér á blogginu eru fjölmargar reynslusögur undir Matur læknar. 

Í fræðslumyndbandi um exem er rætt við nokkur ungmenni með exem og barnalækni. Það er ekki að heyra hjá henni að matur skipti neinu sérstöku máli til að halda exemeinkennum niðri. Hún talar aðallega um rakakrem og að sterar séu fyrsta val.

Borðað í Brussel – kaffihús, veitingastaðir, vöfflur, kræklingur, franskar og margt fleira gott

Borðað í Brussel. Á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo verður farin matar- og sælkeraferð til Brussel í haust. Við fórum og könnuðum aðstæður og prófuðum áhugavera staði og leituðum að bestu vöfflunni í Brussel. í Morgunblaðinu birtist grein um ferðina. Þar er bæði okkar upplifun og neðst nefndu nokkrir sem vel þekkja til í Brussel sína uppáhaldsstaði.