Bakaðar rauðrófur

Bakaðar rauðrófur meðlæti hollt hollusta grænmeti
Bakaðar rauðrófur

Bakaðar rauðrófur

Rauðrófur eru góðar, ég þreytist seint á að dásama þær. Þetta rauðrófusalat fengum við í Frakklandi þarna um árið 🙂 . Einfaldur og alveg sjúklega góður réttur.

.

— RAUÐRÓFUR — SALAT —

.

Bakaðar rauðrófur

600 g rauðrófur
1 msk góð olía
1/3 b edik
2 tsk salt

Skerið rauðrófurnar í litla teninga og setjð í eldfast form. Blandið saman olíu, ediki og salti og blandið saman við rauðrófurnar. Setjið álpappír yfir. Bakið í 170° heitum ofni í 45-50 mín.

.

Bakaðar rauðrófur

.

RAUÐRÓFUR — SALAT —

— RAUÐRÓFUSALAT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur?

 

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur? Sumum virðist hafa verið kennt að koma sí og æ að borðinu til að spyrja: „Hvernig bragðast maturinn?“ Það virkar stundum eins og lærð kurteisi, en það er aldrei þægilegt. Gestirnir láta vita ef eitthvað er að og gefa merki ef vantar aðstoð, en þá er auðvitað mikilvægt að sjá til hliðar og líka með hnakkanum þegar gestur gefur bendingu.

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur. Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst" Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði. Í dag starfar Karl sem þvottahússtjóri hjá Þvottaveldinu ehf.