Steiktur fiskur í raspi

Koktelsósa Steiktur fiskur í raspi steiktur þorskur rasp raspur ýsa í raspi Koktelsósa
Steiktur fiskur í raspi

Steiktur fiskur í raspi. Einfaldur, klassískur réttur sem öllum líkar vel

FISKURRASPFISKUR Í OFNIÍSLENSKT

.

Steiktur fiskur í raspi

500 g fiskur, t.d. þorskur eða ýsa
1 egg
1 dl rasp eða rúmlega það
olía til steikingar
salt og pipar
1 laukur, skorinn í sneiðar

Skerið fiskinn í bita. Brjótið egg í skál og hrærið. Veltið fiskinum upp úr egginu síðan raspinu og steikið loks í olíunni á báðum hliðum. Takið fiskinn af pönnunni og steikið laukinn í olíunni. Setjið fiskinn ofan á laukinn og slökkvið undir. Bíðið í nokkrar mínútur. Berið fram með kartöflum, fersku grænmeti (t.d. gúrkum og tómötum) og koktelsósu

Koktelsósa
2 hlutar mæjónes
1 hluti tómatsósa
örlítið Dijon sinnep
Hrærið öllu saman.

.

FISKURRASPFISKUR Í OFNIÍSLENSKT

— STEIKTUR FISKUR Í RASPI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu

Rannveig Fríða og Arnold Postl

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu. Það eru gamlar gleðilegar fréttir og nýjar að óperusöngvarar hafa mikinn áhuga á mat, bæði að elda, tala um og borða góðan mat. Óperusöngkonan Rannveig Fríða Bragadóttir hefur búið og starfað í Vínarborg í fjölmörg ár. Rannveig og eiginmaður hennar Arnold Postl bjóða gjarnan börnunum sínum í mat á sunnudögum.