Auglýsing
Gróft hollustubrauð hrönn gróft brauð hollustubrauð
Gróft hollustubrauð „uppskriftin er úr einhverju blaði”

Gróft hollustubrauð

Hrönn Önundardóttir bakaði fínasta hollustubrauð sem var meðal góðar veitinga í boði sem fjallað var um HÉR.

HRÖNN ÖNUNDARD SALÖTSUMAR…FÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐ

Auglýsing

.

Hrönn bauð upp á sumarlegt salat og hollustubrauðið góða

Gróft hollustubrauð

3 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
2 dl heslihnetuflögur
6 dl tröllahafrar
2 dl hörfræ
1 dl husk (psylluium fræskurn/gróft duft)*
½ dl chia-fræ
½ dl hlynsíróp
⅔ dl ólífuolía
½ lítri vatn

Ristið sólblómafræ og graskersfræ á pönnu. Setjið í skál. Léttristið heslihnetuflögurnar og blandið saman við. Setjið þá restina af hráefnunum saman við í skálina og blandið vel saman. Það er ágætt að nota hendurnar til þess að kreista deigið saman þannig að það þéttist. Smyrjið stórt form með olíu og jafnið deiginu í það. Setjið filmu yfir og látið þetta standa í nokkrar klst. við stofuhita, eða í kæliskáp yfir nótt. Bakið við 190°C í um klst. Látið brauðið kólna alveg áður en það er skorið. *Husk fæst í apótekum og heilsubúðum.

HRÖNN ÖNUNDARD SALÖTSUMAR…FÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐ

.