Fiskhlaðborðið í Englendingavík

Fiskhlaðborðið í Englendingavík fiskihlaðborð borgarnes margrét rósa magga rósa fiskur
Fiskhlaðborðið í Englendingavík

 

Fiskhlaðborðið í Englendingavík

Það tekur rétt klukkutíma að keyra frá Reykjavík upp í Borgarnes þar sem Margrét Rósa á og rekur Englendingavík. Algjörlega fullkomin staðsetning fyrir veitingastað. Fyrir framan húsið, í flæðarmálinu, er stór pallur. Umhverfið utan sem innan er ævintýralegt, en Margrét Rósa safnar ýmsum munum sem hún hefur gaman af að raða á smekklegan hátt. Við fórum í ákaflega lystugt fiskihlaðborð en einnig er hægt að velja úrvals sérréttaseðill.

— FISKUR – VEITINGA- OG KAFFIHÚS — BORGARNES — MARGRÉT RÓSAFERÐAST UM ÍSLAND

.

Fiskhlaðborð í Englendingavík

Marineraður lax í humarskelfisksósu
Gratíneraður plokkfiskur
Steikt langa í rósmarínsósu
Steiktar kartöflur
Kryddhrísgrjón
Salat

Á eftir var Pavlova og hvít súkkulaði mousse

Sveppasúpa í forrétt
Pavlova og hvít súkkulaði mousse
María Sigurðar, Edda Björgvins og Albert
Kokkurinn og vertinn, Bergleif og Magga Rósa
Fiskihlaðborðið í Englendingavík
Margrét Rósa safnar ýmsum munum sem hún hefur gaman af að raða á smekklegan hátt

— FISKUR – VEITINGA- OG KAFFIHÚS — BORGARNES — MARGRÉT RÓSAFERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskisúpa – bragðmikil og ljúf

Fiskisúpa - bragðmikil og ljúf. Matarmiklar súpur eru dásamlega góðar. Í súpuna má nota hvaða eftirlætis fisktegundir sem. Súpuna bjó ég til með nokkrum fyrirvara, lét hana standa í á þriðja klukkutíma, hitaði svo upp og setti fiskinn saman við.

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Albert, Signý og Steinunn

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone. Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.

Eplaréttur með beikoni og timian

Eplaréttur með beikoni og timjan

Eplaréttur með beikoni og timian. Alltaf gaman að prófa nýja rétti, eitthvað nýtt og óvænt. Samsetningin kom mér þægilega á óvart, bæði smakkaði ég eplaréttinn einan og sér og einnig sem meðlæti með eggjaköku. Hvort tveggja mjög gott.