Hnífaparabyltingin

Þórbergur Þórðarson lýsir brúðkaupi í Suðursveit Ingibjörg á Húsafelli Guðmundi á Búrfelli geirsá Jón Thoroddsen piltur og stúlka gaffall hnífur-- HNÍFAPÖR -- BORÐSIÐIR/KURTEISI -- GIFTING -- HÚSAFELL -- SUÐURSVEIT -- HRÍSGRJÓNAGRAUTUR -- HANGIKJÖT -- POTTBRAUÐ -- Hannes Magnússon bóndi í Deildartunga Hnífaparabyltingin hnífapör Þorsteinn Þorsteinnsson frá Húsafell
Hnífaparabyltingin

Hnífaparabyltingin

Þorsteinn Þorsteinnsson frá Húsafelli skrifar góðan pistil um fyrstu ár hnífapara hér á landi og hvernig landsmönnum gekk að tileinka sér þau.

HNÍFAPÖRBORÐSIÐIR/KURTEISIGIFTINGHÚSAFELLSUÐURSVEITHRÍSGRJÓNAGRAUTURHANGIKJÖTPOTTBRAUÐ

.

Hnífaparabyltingin

Fáir eru nú svo gamlir að hafa heyrt talað um annað en að matast með hnífapörum sitjandi með disk fyrir framan sig. Í byrjun tuttugustu aldar og á tveimur fyrstu áratugum hennar var helsta tækið við að matast sjálfskeiðungur og spónn. Hver einasti maður varð að eiga sjálfskeiðung og bera hann í vasanum, bæði til ýmissa daglegra þarfa og til að vinna að mat sínum. Diskar og hnífapör voru víða til, en aðeins til að nota í veislum. Þórbergur Þórðarson lýsir brúðkaupi í Suðursveit árið 1886 í bókinni Steinarnir tala. Þá hafði verið safnað saman diskum og hnífapörum í allri sveitinni. Þar segir svo orðrétt: Fyrir framan hvern veislugest var diskur og borðhnífur og gaffall og skeið. Smásteikin var borin á borð í litlum trogum, en hangikjötið á stórum fötum og rófustappan í skálum en kartöflurnar, pottbrauðið og kökurnar og smjörið á diskum… Á eftir var komið með á diskum þykkan hrísgrjónagraut með miklu af rúsínum í. „Ég ét ekki með þessu kindin,” sagði gamli Steinn og rétti frammistöðukonunni skeiðina. „Ég vil fá spóninn minn”.
Frammistöðukonan hafð lært nýjustu veislusiði og svaraði: „Það er siður núna, Steinn, að halda á skeið.”
Svo varð að rétta Steini spóninn. Hann át grautinn með honum en hélt á skeiðinni í vinstri hendi.
Jón Thoroddsen lýsir brúðkaupsveislu í sögunni Pilti og stúlku og Þorsteinn matgoggur var boðflenna. Honum hafði ekki verið ætluð hnífapör og varð að notast við spón og sjálfskeiðung og undi því vel. Ein af söguhetjunum Guðmundur frá Búrfelli klauf diskinn með gafflinum. Sagan er gefin út endurbætt 1869.

Árið 1903 í september andaðist Hannes Magnússon bóndi í Deildartungu. Þar var myndar heimili og auður í garði. Útförin hófst með húskveðju og allir gestir boðnir í matarveislu að henni lokinni. Fjöldi fólks var viðstatt og reist var stórt tjald við húsvegginn. Þar var langborð og diskar og hnífapör handa hverjum gesti. Þórður Kristleifsson frá Stóra Kroppi fæddur 1893 var í hópi gestanna, þótt ungur væri þótti við hæfi að hann væri þarna vegna sérstakrar vináttu við fólkið. Hann var rjómapóstur, kom með nokkurra daga millibili að Tungu og tók þar rjóma og flutti hann í rjómabúið við Geirsá á reiðingshesti. Hann sagði mér sjálfur þessa sögu á tíræðisaldri.

Hann settist við langborðið, hann hafði aldrei áður reynt að matast með hnífapörum og fór fyrir honum á svipaðan hátt og Guðmundi á Búrfelli. Hann steypti yfir sig diskinum, sem svo féll á jörðina og brotnaði. Frammistöðukonan frænka hans Ingibjörg á Húsafelli hirti leirbrotin upp í snatri og kom með nýjan disk. Drengurinn varð yfirkominn af skömm og missti alla matarlyst, logandi hræddur um að sér yrði strítt á þessu.

Allt frá þessum atburðum og út fyrstu áratugi aldarinnar var matast með sjálfskeiðungum, spónamatur með hornspónum, ef til vill hafa skeiðar vikið þeim til hliðar áður en gafflar og borðhnífar urðu hversdags gögn. Þórður Kristleifsson sagði mér að ekki hafi verið sest að matborði hvers dags fyrr en á þriðja áratug aldarinnar. Þegar hann kom frá mámi í Dresden 1920 -1925 var orðin venja á Stóra Kroppi að fólkið settist til borðs og notaði hnífapör og diska. Fyrir þann tíma var fólkinu skammtað og hver settist með sitt matarílát þar sem honum sýndist, sennilega með sjálfskeiðung og skeið, ef til vill spón. Það neikvæða við sjálfskeiðungana var að þeir voru ekki þvegnir, sennilega sleiktir, þeim lokað og settir í vasann. Í skeið hnífsins safnaðist matur og feiti og í hlýju vasans varð ræktunarstöð fyrir bakteríur sem voru mjög vafasamar fyrir heilsu fólksins.

Ég fer að muna eftir mér um 1930. Þá er á hverjum bæ setið til borðs með hnífapörum. Borðhnífar voru samt óvinsælir og menn gripu til sjálfskeiðunga sem ennþá þóttu ómissandi í vasa hvers sveitamanns. Ef til vill hefur hnífaparabyltingin átt þátt í því að sigur vannst á berklunum. Á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar grönduðu berklar fólki næstum því á hverjum bæ.

HNÍFAPÖRBORÐSIÐIR/KURTEISIGIFTINGHÚSAFELLSUÐURSVEITHRÍSGRJÓNAGRAUTURHANGIKJÖTPOTTBRAUÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.