Vinsamlega hafið hljóð!

borðsiðir kurteisi koktelboð ræður skemmtiatriði veislur ræðuhöld
Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.

Vinsamlega hafið hljóð!

Það er vandasamt að vera veislustjóri og því fylgir mikil ábyrgð. Það er ekki síður á ábyrgð gesta hvernig til tekst. Maður er manns gaman og stór hluti af því að vera í veislu er að spjalla við fólk – samt ekki alltaf sama fólkið.
Ef um er að ræða skemmtiatriði í veislum, t.d. koktelboðum er óæskilegt að hafa of mörg skemmtiatriði í einu, tvö til þrjú er ágætt og hafa pásu inn á milli fyrir fólk til að tala saman. Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.
Látum ekki veislustjóra skamma okkur eins og óþæga krakka.

EINFALT: Ef eitthvað er um að vera á sviði þá þegjum við á meðan.

.

Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.

VEISLUSTJÓRARKOKTELBOÐBORÐSIÐIR/KURTEISIVEISLURÍSBRJÓTAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grillað og ofnbakað acorn grasker

Grillað og ofnbakað acorn grasker. Í grænmetisdeildinni í Gló í Fákafeni má oft finna grænmeti sem ekki sést í öðrum búðum. Á dögunum sá ég þar grasker sem ég hafði ekki séð áður, acorn grasker. Veit því miður ekki hvað það heitir á íslensku eða yfir höfuð hvort það hefur fengið íslenskt nafn. Stóðst ekki mátið og keypti tvö.

Marengsrúlluterta með myntukremi – Þjóðlegt með kaffinu

Marengsrúlluterta með myntukremi. Jóna Símonía Bjarnadóttir og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir gefa út bækurnar Þjóðlegt með kaffinu og Þjóðlegar hnallþórur. Þær halda einnig úti síðu á fasbókarsíðunni Þjóðlegt með kaffinu. Þær eru báðar sagnfræðingar þannig að áhuginn á matargerð fyrri tíma á sér fræðilegan bakgrunn. Hugmyndin að bókunum kviknaði fyrir nokkrum árum þegar þær voru að velta fyrir sér hvað væri hægt að selja erlendum ferðamönnum sem væri bæði létt og fyrirferðarlítið í farangri.

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum

Súkkulaðihúðaðar smákökur

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum - Hugrún Britta Kjartansdóttir lenti í 3.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Hún er vel að þriðja sætinu komin og það fyrsta sem kom upp í minn huga þegar ég smakkaði þær var í fyrsta lagi: Mig langar í kaffi með þeim og í öðru lagi: Mig langar í fleiri.... :) Hjá öðrum dómnefndarmönnum mátti heyra: „Sparikaka og maður nýtur hvers bita fyrir sig" - Jólaömmukaka með gamaldags ívafi" og „Það eru notalegheit sem fylgir henni"