Vinsamlega hafið hljóð!

borðsiðir kurteisi koktelboð ræður skemmtiatriði veislur ræðuhöld
Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.

Vinsamlega hafið hljóð!

Það er vandasamt að vera veislustjóri og því fylgir mikil ábyrgð. Það er ekki síður á ábyrgð gesta hvernig til tekst. Maður er manns gaman og stór hluti af því að vera í veislu er að spjalla við fólk – samt ekki alltaf sama fólkið.
Ef um er að ræða skemmtiatriði í veislum, t.d. koktelboðum er óæskilegt að hafa of mörg skemmtiatriði í einu, tvö til þrjú er ágætt og hafa pásu inn á milli fyrir fólk til að tala saman. Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.
Látum ekki veislustjóra skamma okkur eins og óþæga krakka.

EINFALT: Ef eitthvað er um að vera á sviði þá þegjum við á meðan.

.

Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.

VEISLUSTJÓRARKOKTELBOÐBORÐSIÐIR/KURTEISIVEISLURÍSBRJÓTAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kókosbolludraumur – alveg hreint sjúklega gott

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Kókosbolludraumur. Stundum þarf maður á því að halda að sukka, sukka feitt.
Ég gat ekki með nokkru móti hætt að „smakka aðeins meira" Föstudagskaffið í vinnunni er unaðsleg samkoma og ómissandi. Björk kom með þessa undurgóðu sprengju með kaffinu. Rice krispies botn er marengsbotn með Rice krispies, það má líka nota venjulegan marengs. Ef þið notið banana þá er ágætt að blanda þeim við rjómann eða dýfa þeim í sítrónuvatn svo þeir verið ekki svartir. Þeir sem ekki vilja nota sérrý í botninn geta haft ávaxtasafa og síðast en ekki síst: þið sem eruð í megrun gleymið þessu :)