Auglýsing
Sérrý- og sítrónufrómasterta frómas sérrý terta möndluterta möndlur bláberjasulta
Sérrý- og sítrónufrómasterta

 

Sérrý- og sítrónufrómasterta

Hátíðleg terta er með mjúkum sérrývættum botni, ofan á hann fer þunnt lag af bláberjasultu og loks heimsins besti sítrónufrómas.

. — TERTURSÉRRÝFRÓMAS

.

Sérrý- og sítrónufrómasterta frómas sérrý terta hátíðarterta
Sérrý- og sítrónufrómasterta

Sérrý- og sítrónufrómasterta

Botn:
80 g smjör, lint
1 1/2 dl sykur
4 egg
1 1/2 dl góð olía
1 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 dl möndluflögur

Á milli:
1/2 dl sérrý (eða góður ávaxtasafi)
1 dl bláberjasulta

Sítrónufrómas:
3 matarlímsblöð
75 g sykur
3 egg
1 sítróna
1/2 appelsína
2 – 2 1/2 dl rjómi

Botn

Hrærið smjör, sykur og egg vel saman – bætið við olíunni. Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman við og allra síðast möndluflögurnar. Látið í smurt smelluform. Bakið við 180°C í um 20 mín. Látið kólna.

Sítrónufrómas

Leggið matarlímið í kalt vatn í nokkar mínútur.
Rífið börkinn af sítrónunni á rifjárni og geymið.
Kreistið sítrónu- og appelsínusafann í lítinn pott. Kreistið vatnið úr
matarlímsblöðunum og setjið þau út í sítrónusafann ásamt sítrónuberkinum. Hitið rólega þar til matarlímið er bráðið.
Þeytið egg og sykur vel saman. Hellið sítrónusafanum smám saman út í og þeytið vel á meðan.
Stífþeytið rjómann og blandið gætilega saman við með sleikju.

Tertan sett saman:

Setjið botninn á tertudisk, látið hringinn af bökunarforminu vera utan um botninn. Hellið sérrýi yfir, dreifið úr bláberjasultunni á botninn. Hellið frómasinum yfir og geymið í ísskáp í amk klst.

Rennið brautum borðhníf meðfram tertuforminu og losið þannig tertuna frá. Skreytið með súkkulaði, kókosflögum, berjum eða öðru.

.

. — TERTURSÉRRÝFRÓMAS

.

Auglýsing