Mandarínumarmelaði a la Jóhanna
Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona hefur alloft komið við sögu hér á blogginu. Það er hefð hjá henni að útbúa mandarínumarmelaði á aðventunni. „Það liggur sérstaklega vel á mér núna, ég er að undirbúa næstu sýningu sem verður í Galleríi Göngum” segir söngkonan sem í seinni tíð hefur mundað pensla með góðum árangri.
— MANDARÍNUR — JÓHANNA ÞÓRHALLS — MARMELAÐI — JÓLIN — TÆKIFÆRISGJAFIR — NEGULNAGLAR — STJÖRNUANÍS —
.
Mandarínumarmelaði
1,6 kg mandarínur
1 1/2 sítróna
800 g sykur (má vera sykur með hleypi)
3 stjörnuanísar
10 negulnaglar
Skolið mandarínur og sítrónur vel, skerið í grófa bita og maukið (samt ekki of fínt). Setjið allt í pott og sjóðið í um 10 mín.
Veiðið negulnagla og stjörnuanís uppúr, setjið marmelaðið á krukkur.
ATH. það á að nota bæði börkinn af mandarínunum og sítrónunum.
— MANDARÍNUR — JÓHANNA ÞÓRHALLS — MARMELAÐI — JÓLIN — TÆKIFÆRISGJAFIR — NEGULNAGLAR — STJÖRNUANÍS —
.