Flóruspilið – fróðleikur og skemmtun

Flóruspilið hespuhúsið selfoss guðrún Bjarnadóttir spil leikur íslensk flóra skemmtun afþreying
Flóruspilið er í anda spilsins Veiðimaður þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum en í stað hefðbundinna spila þá er spilað með íslenskar plöntutegundir. Á spilunum eru upplýsingar um grasnytjar og þjóðtrú ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Fróðleiks- og skemmtunarspil

Flóruspilið – fróðleikur og skemmtun

Guðrún Bjarnadóttir vinkona mín í Hespuhúsinu, rétt fyrir vestan Selfoss, er hugmyndarík með eindæmum. Meðal þess sem fæst hjá henni eru þetta fallega Flóruspil sem er alfarið hennar hugmynd. Stokkurinn gengur upp eins og hefðbundinn spilastokkur 52 spil og 4 spil í hverri tegund. Ennig fylgir með regluspjald.

HESPUHÚSIÐGUÐRÚN BJARNADÓTTIR — SELFOSS  — LEIKIRSPIL

.

Á heimasíðu Hespuhússins er eftirfarandi texti:

Spilið er í anda spilsins “veiðimaður” þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum en í stað hefðbundinna spila þá er spilað með íslenskar plöntutegundir. Á spilunum eru upplýsingar um grasnytjar og þjóðtrú ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Spilið er hugsað til fróðleiks og skemmtunar. Flóruspilið fyrsti stokkur kom út árið 2021 og Flóruspilið annar stokkur kom út í vor með 13 nýjum tegundum til að spila með og fræðast um. Sölustaðir eru víða um land, sjá HÉR og svo í Hespuhúsinu.

Það er vel þess virði að stoppa í Hespuhúsinu, þar kennir ýmissa grasa – sjón er sögu ríkari eins og þar stendur. Svo er nú gaman að segja frá því í lokin að Baby Ruth tertan er komin frá Guðrúnu 🙂

HESPUHÚSIÐGUÐRÚN BJARNADÓTTIR — SELFOSS  — LEIKIRSPIL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Coq au vin – hani í víni

coq au vin

Coq au vin – hani í víni er dæmigerður franskur sveitamatur og talinn ævaforn í ýmsum myndum. Gaman er að glíma við rétti sem eru vel þekktir í sínu heimalandi - uppskriftir að þeim eru trúlega jafnmargar og heimilin, svo að varla er hægt að benda á eina uppskrift og fullyrða að þar sé „originallinn“ kominn. Þetta er svo sem ekki mikil glíma, reyndar alls ekki eins flókið og ætla mætti, en rauðvín, sveppir og beikon eru ómissandi. Ef maður vill láta gesti stynja af ánægju, er þessi réttur eiginlega alveg pottþéttur.

Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

Hommabrauðið góða. Fyrir næstum því áratug fórum við Sólrún í ferð til Kjartans sonar hennar og Elísu frænku minnar í Þýskalandi. Þar bakaði ég nokkrum sinnum þetta glútenlausa brauð, en Elísa er með glútenóþol. Það var svo mörgum árum seinna að ég frétti að brauðið væri alltaf kallað Hommabrauðið góða eftir heimsóknina. Satt best að segja var ég alveg búinn að gleyma brauðinu en Sólrún átti uppskriftina og bakar reglulega hommabrauðið góða.