Smákökur Ólafs

Smákökur Ólafs ólafur bragason mogensen mars súkkulaði súkkulaðismákökur kaupmannahöfn
Smákökur Ólafs

Smákökur Ólafs

Eftir jólin skruppum við með sonarsoninn, hann Ólaf, til Kaupmannahafnar og spígsporuðum um Strikið, Amalienborg, Tivoli, fengum okkur jólaplatta í Nýhöfn, heitt súkkulaði á Hotel d‘Angleterre, en það sem kom okkur mest á óvart var að Ólafur var áhugasamur um Thorvaldsens safnið og skoðaði vel málverkin í Glyptoteket, einkum van Gogh. Við vanmetum stundum krakka, höldum að þau vilji bara Legoland og pizzur.

En af því að við vorum að frílista okkur, ákváðum við að Óli mætti velja sér súkkulaðistykki á hverjum degi og það var reyndar ekki erfitt val, hann fékk sér alltaf Mars.

Þegar heim kom, gerðum við svo Mars smákökur. Þær eru dæmigerðar jólasmákökur, stökkar og sætar. Það má samt ekki borða þær á hverjum degi.

ÓLAFURSMÁKÖKURKAUPMANNAHÖFN

.

 

Smákökur Ólafs

150 g mjúkt smjör
1 b púðursykur
½ b sykur
2 egg
Rúmir 2 b hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
2 tsk vanillusykur
150 g suðusúkkulaði
4 lítil Mars stykki

Þeytið smjör og sykur saman, bætið eggjum út í, þá þurrefnum. Síðast er súkkulaði og Mars bætt út í.
Bakið við 160°C í 10-15 mín., en fylgist með, því að ofninn minn er heitur.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sjómannadagstertan

Sjómannadagstertan

Látið ekki hugfallast þó uppskriftin virðist löng og með mörgum hráefnum. Tertan er afar góð og vel þess virði að baka hana um sjómannadagshelgina eða á öðrum tímum þegar mikið liggur við.

Gratinerað blómkál

Gratinerað blómkál. Blómkál er herramannsmatur, það er fitusnautt og meinhollt. það inniheldur heil ósköp af vítamínum, en þó aðallega C vítamín. Munið bara að tyggja vel ef þið borðið blómkálið hrátt.

Bökuð hindberjaostakaka – næstum því hættulega góð

Bökuð hindberjaostakaka. Bergdís Ýr er afar flink bakstri og öðru matarstússi eins og hún á kyn til. Gráfíkjukaka og terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi útbjó Bergdís eftir uppskriftum ömmu sinnar. Hún bakaði hindberjaostaköku og kom með í árlegt vinkvennakaffi. Stórfín terta sem var borðuð upp til agna.

Volcano Crepes í Lækjargötu

Volcano Crepes í Lækjargötu. Í Mæðragarðinum við Lækjargötu í Reykjavík er hægt að fá ekta franskar crepes. Þær eru mjööööög góðar. Smelltu HÉR til að sjá myndbandið

Grannvaxnir og samanreknir menn

D.C.Jarvis

Grannvöxnum mönnum er fremur hætt við sjúkdómum á vorin. Þess vegna ættu grannir menn að hafa sérstaka gát á mataræði sínu á vorin. Þeir ættu að gæta þess að sofa nóg og varast ofreynslu. 

Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur. Í dag fögnum við sex ára afmæli með Ólafi sem hefur beðið spenntur eftir þessum degi í margar vikur. Ólafur afar hæfileikaríkur og er mjög góður að semja um ýmislegt og á gefst ekki auðveldlega upp í samningunum.