Smákökur Ólafs

Smákökur Ólafs ólafur bragason mogensen mars súkkulaði súkkulaðismákökur kaupmannahöfn
Smákökur Ólafs

Smákökur Ólafs

Eftir jólin skruppum við með sonarsoninn, hann Ólaf, til Kaupmannahafnar og spígsporuðum um Strikið, Amalienborg, Tivoli, fengum okkur jólaplatta í Nýhöfn, heitt súkkulaði á Hotel d‘Angleterre, en það sem kom okkur mest á óvart var að Ólafur var áhugasamur um Thorvaldsens safnið og skoðaði vel málverkin í Glyptoteket, einkum van Gogh. Við vanmetum stundum krakka, höldum að þau vilji bara Legoland og pizzur.

En af því að við vorum að frílista okkur, ákváðum við að Óli mætti velja sér súkkulaðistykki á hverjum degi og það var reyndar ekki erfitt val, hann fékk sér alltaf Mars.

Þegar heim kom, gerðum við svo Mars smákökur. Þær eru dæmigerðar jólasmákökur, stökkar og sætar. Það má samt ekki borða þær á hverjum degi.

ÓLAFURSMÁKÖKURKAUPMANNAHÖFN

.

 

Smákökur Ólafs

150 g mjúkt smjör
1 b púðursykur
½ b sykur
2 egg
Rúmir 2 b hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
2 tsk vanillusykur
150 g suðusúkkulaði
4 lítil Mars stykki

Þeytið smjör og sykur saman, bætið eggjum út í, þá þurrefnum. Síðast er súkkulaði og Mars bætt út í.
Bakið við 160°C í 10-15 mín., en fylgist með, því að ofninn minn er heitur.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lax undir krydduðu grænmeti

Lax

Lax undir krydduðu grænmeti. Sítrónur eru góðar í flestum mat, tja ef ekki bara öllum. Í raun má nota það grænmeti sem er til í þennan rétt. Þó grænmetið skipti máli skiptir kryddið í raun meira máli hér eins og annarsstaðar. Lax er feitur og góður fiskur og í miklu uppáhaldi ásamt öðrum feitum fiskum.

Raspterta, já rasptertan góða

Raspterta

Já, raspterta! - ég bragðaði hana í fyrsta skipti í afmæli Eddu frænku minnar þegar ég var ca tíu ára. Á þeim árum var ég bæði feiminn og óframfærinn og þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja um uppskrift...

Jarðarberja- og rabarbarakaka

Rabarbara- og jarðarberjakaka

Jarðarberja- og rabarbarakaka. Rabarbarinn er bestur í upphafi sumars og fram eftir sumri en sumar tegundir geta trénað eftir því sem á sumarið líður. Rabarbari og jarðarber fara afar vel saman. Svo má líka minna á þetta rabarbarapæ sem fer að teljast klassískt ;)

White Guide Nordic: Bestu veitingastaðir á Íslandi

White Guide Nordic: Bestu veitingastaðir á Íslandi. Matgæðingar frá White Guide Nordic velja árlega bestu veitingastaðina á Norðurlöndunum. Hér er listinn sem gildir fyrir árið 2017, eins og áður er Dill í efsta sætinu.