Bóndakökur

Bóndakökur Kjöthamar buffhamar smákökur jólin BÓNDI Þórdís Þorleifsdóttir dísa á bókasafninu bókasafn bændur jólabakstur anna rósa bjarnadóttir kristinn héðinsson
Bóndakökur

Bóndakökur

Það er nú ekki gott að segja hvernig nafnið á þessum smákökum er tilkomið og kannski aukaatriði. Aðalatriðið er að þær eru einstaklega bragðgóðar og stökkar, svona eins og góðar smákökur eiga að vera. Uppskriftin kemur frá tengdamóður Önnu Rósu Bjarnadóttur, Þórdísi Þorleifsdóttur frá Ísafirði. Þórdís, sem var alltaf kölluð Dísa, bjó lengst af í Hnífsdal og margir muna eftir henni sem Dísu á bókasafninu á Ísafirði.

— ANNA RÓSA  — SMÁKÖKUR — JÓLINBÓNDAKÖKURHNÍFSDALURBÆNDURÍSAFJÖRÐURBÓKASAFN

.

Anna Rósa Bjarnadóttir og Kristinn Héðinsson, uppskriftin kemur frá móður hans, Þórdísi Þorleifsdóttur.

Bóndakökur 

200 g smjörlíki
300 g hveiti
200 g sykur
75 g kókosmjöl
2 msk síróp
1 tsk lyftiduft
1 egg.

Hnoðað, rúllað í lengjur, skipt niður í jafna bita og búnar til úr þeim kúlur. Fínni hlutinn á buffhamri þrýst ofaná hverja kúlu til að búa til rétta munstrið (algjört aðalatriði )
Bakað við 180°C í 10-15 mín.

Bóndakökur

— ANNA RÓSA  — SMÁKÖKUR — JÓLINBÓNDAKÖKURHNÍFSDALURBÆNDURÍSAFJÖRÐURBÓKASAFN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.