Bóndakökur
Það er nú ekki gott að segja hvernig nafnið á þessum smákökum er tilkomið og kannski aukaatriði. Aðalatriðið er að þær eru einstaklega bragðgóðar og stökkar, svona eins og góðar smákökur eiga að vera. Uppskriftin kemur frá tengdamóður Önnu Rósu Bjarnadóttur, Þórdísi Þorleifsdóttur frá Ísafirði. Þórdís, sem var alltaf kölluð Dísa, bjó lengst af í Hnífsdal og margir muna eftir henni sem Dísu á bókasafninu á Ísafirði.
— ANNA RÓSA — SMÁKÖKUR — JÓLIN — BÓNDAKÖKUR — HNÍFSDALUR — BÆNDUR — ÍSAFJÖRÐUR — BÓKASAFN —
.
Bóndakökur
200 g smjörlíki
300 g hveiti
200 g sykur
75 g kókosmjöl
2 msk síróp
1 tsk lyftiduft
1 egg.
Hnoðað, rúllað í lengjur, skipt niður í jafna bita og búnar til úr þeim kúlur. Fínni hlutinn á buffhamri þrýst ofaná hverja kúlu til að búa til rétta munstrið (algjört aðalatriði )
Bakað við 180°C í 10-15 mín.
— ANNA RÓSA — SMÁKÖKUR — JÓLIN — BÓNDAKÖKUR — HNÍFSDALUR — BÆNDUR — ÍSAFJÖRÐUR — BÓKASAFN —
.