Bóndakökur

Bóndakökur Kjöthamar buffhamar smákökur jólin BÓNDI Þórdís Þorleifsdóttir dísa á bókasafninu bókasafn bændur jólabakstur anna rósa bjarnadóttir kristinn héðinsson
Bóndakökur

Bóndakökur

Það er nú ekki gott að segja hvernig nafnið á þessum smákökum er tilkomið og kannski aukaatriði. Aðalatriðið er að þær eru einstaklega bragðgóðar og stökkar, svona eins og góðar smákökur eiga að vera. Uppskriftin kemur frá tengdamóður Önnu Rósu Bjarnadóttur, Þórdísi Þorleifsdóttur frá Ísafirði. Þórdís, sem var alltaf kölluð Dísa, bjó lengst af í Hnífsdal og margir muna eftir henni sem Dísu á bókasafninu á Ísafirði.

— ANNA RÓSA  — SMÁKÖKUR — JÓLINBÓNDAKÖKURHNÍFSDALURBÆNDURÍSAFJÖRÐURBÓKASAFN

.

Anna Rósa Bjarnadóttir og Kristinn Héðinsson, uppskriftin kemur frá móður hans, Þórdísi Þorleifsdóttur.

Bóndakökur 

200 g smjörlíki
300 g hveiti
200 g sykur
75 g kókosmjöl
2 msk síróp
1 tsk lyftiduft
1 egg.

Hnoðað, rúllað í lengjur, skipt niður í jafna bita og búnar til úr þeim kúlur. Fínni hlutinn á buffhamri þrýst ofaná hverja kúlu til að búa til rétta munstrið (algjört aðalatriði )
Bakað við 180°C í 10-15 mín.

Bóndakökur

— ANNA RÓSA  — SMÁKÖKUR — JÓLINBÓNDAKÖKURHNÍFSDALURBÆNDURÍSAFJÖRÐURBÓKASAFN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki. Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat" hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Á Borðinu við Ægisíðu fengum við grafna gæsabringu og krækiberjasultu sem ásamt súrsaða rauðlauknum var sett á niðurskorið snittubrauð og úr urðu þessar fallegu snittur.

Biscotti Fríðu Bjarkar

biscotti

Biscotti Fríðu Bjarkar. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.