Riz à l’amande með hvítu súkkulaði

Riz à l’amande með hvítu súkkulaði hvítt súkkulaði hrísgrjónagrautur grjónagrautur
Riz à l’amande með hvítu súkkulaði, jólalegasti eftirrétturinn,

Riz à l’amande með hvítu súkkulaði

Mjög aðventu/jólalegur eftirréttur. JÁ! hlutföllin í grautnum eru rétt, með því að hægelda hann eins og fram kemur þarf ekki nema dl af grjónum á móti lítra af mjólk. Svo þarf vel af vanillusykri, þannig að vanillubragðið komi vel fram í eftirréttinum góða.

RIZ à L’AMANDEHÁTÍÐLEGIR EFTIRRÉTTIR MÖNDLUR — HRÍSGRJÓNAGRAUTUR – JÓLINHVÍTT SÚKKULAÐIEFTIRRÉTTIR

.

Riz à l’amande með hvítu súkkulaði

Grauturinn:
1 l mjólk
1 dl grautargrjón
1 msk sykur
1/2 tsk salt
1 tsk vanillusykur
1 tsk vanilluextrakt

Best er að útbúa grautinn daginn áður, hann þarf að kólna alveg. Setjið öll hráefnin í pott og látið suðuna koma upp á löngum tíma, 30-40 mín. Hrærið reglulega í. Slökkvið undir þegar er byrjað að sjóða og pakkið pottinum inn í handklæði og annað sem einangrar vel. Látið standa þannig í 3-4 klst. Kælið.

1 dl möndluflögur
1 dl möndlukurl
1/2 l rjómi
1 msk vanillusykur
1 dl saxað hvítt súkkulaði

Þurristið möndluflögur og möndlukurl á pönnu, látið kólna. Takið frá 1-2 msk til að strá yfir í lokin.
Stífþeytið rjómann, bætið vanillusykri og grautnum saman við og þeytið um stund. Setjið möndlur og súkkulaði saman við og hrærið varlega.

Setjið í skál eða skálar, stráið möndlum yfir og berið fram með kirsuberjasósu.

RIZ à L’AMANDEHÁTÍÐLEGIR EFTIRRÉTTIR MÖNDLUR — HRÍSGRJÓNAGRAUTUR – JÓLINHVÍTT SÚKKULAÐIEFTIRRÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi. Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum. Nú er tími lerkisveppanna. Samkvæmt mínum heimildum er aðeins hægt að fá ferska íslenska lerkisveppi í einni búð á höfuðborgarsvæðinu. Þeir fást í Matarbúri Kaju á Óðinsgötu - og fást líka þurrkaðir þar. Lerkisveppir eru mjög bragðgóðir.

Bolludagsbollur og vatnsdeigsbollur úr Nýju matreiðslubókinni

Bolludagsbollur - Vatnsdeigsbollur Nýja matreiðslubókin kom út árið 1954 og var til á fjölmörgum heimilum hér á landi. Í bókinni, sem er eftir Halldóru Eggertsdóttur og Sólveigu Benediktsdóttur, eru þrjár bolludagsuppskriftir. Í lesendabréfi sem birtist í Morgunblaðinu sama ár og bókin kom út stendur m.a.: Eg vil svo benda á, að þessi matreiðslubók er einhver sú hagnýtasta og fjölbreyttasta, sem samin hefur veirð á íslenzku, þar sem finna má leiðbeiningar um matargerð, sem eiga við, hvar sem við búum á landinu. Á Nýja matreiðslubókin því erindi til allra þeirra Íslendinga, sem við matargerð fást.  Enginn húsbóndi mun sjá eftir að stuðla að því, að þessi bók verði til á heimili hans.