Riz à l’amande með hvítu súkkulaði

Riz à l’amande með hvítu súkkulaði hvítt súkkulaði hrísgrjónagrautur grjónagrautur
Riz à l’amande með hvítu súkkulaði, jólalegasti eftirrétturinn,

Riz à l’amande með hvítu súkkulaði

Mjög aðventu/jólalegur eftirréttur. JÁ! hlutföllin í grautnum eru rétt, með því að hægelda hann eins og fram kemur þarf ekki nema dl af grjónum á móti lítra af mjólk. Svo þarf vel af vanillusykri, þannig að vanillubragðið komi vel fram í eftirréttinum góða.

RIZ à L’AMANDEHÁTÍÐLEGIR EFTIRRÉTTIR MÖNDLUR — HRÍSGRJÓNAGRAUTUR – JÓLINHVÍTT SÚKKULAÐIEFTIRRÉTTIR

.

Riz à l’amande með hvítu súkkulaði

Grauturinn:
1 l mjólk
1 dl grautargrjón
1 msk sykur
1/2 tsk salt
1 tsk vanillusykur
1 tsk vanilluextrakt

Best er að útbúa grautinn daginn áður, hann þarf að kólna alveg. Setjið öll hráefnin í pott og látið suðuna koma upp á löngum tíma, 30-40 mín. Hrærið reglulega í. Slökkvið undir þegar er byrjað að sjóða og pakkið pottinum inn í handklæði og annað sem einangrar vel. Látið standa þannig í 3-4 klst. Kælið.

1 dl möndluflögur
1 dl möndlukurl
1/2 l rjómi
1 msk vanillusykur
1 dl saxað hvítt súkkulaði

Þurristið möndluflögur og möndlukurl á pönnu, látið kólna. Takið frá 1-2 msk til að strá yfir í lokin.
Stífþeytið rjómann, bætið vanillusykri og grautnum saman við og þeytið um stund. Setjið möndlur og súkkulaði saman við og hrærið varlega.

Setjið í skál eða skálar, stráið möndlum yfir og berið fram með kirsuberjasósu.

RIZ à L’AMANDEHÁTÍÐLEGIR EFTIRRÉTTIR MÖNDLUR — HRÍSGRJÓNAGRAUTUR – JÓLINHVÍTT SÚKKULAÐIEFTIRRÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaterta

Blaberjakaka

Bláberjaterta. Við búum enn svo vel að eiga bláber frá síðasta sumri sem móðir mín tíndi í lítravís og frysti. Berin fóru frosin í botninn og sprungu í hitanum.... Í upphaflegu uppskriftinni, sem hér er lítillega breytt, er tekið fram að kökunni eigi að hvolfa á tertudisk eftir bakstur og bera þannig fram. Þið veljið hvora aðferðina þið notið. Bláberjatertan er vegan, en þeir sem eru vegan borða ekki dýraafurðir, ég veit ekki hvort er til íslenskt orð yfir vegan en auglýsi eftir því hér með (grænmetisæta er ekki nógu gott).

Hótel Húsafell – unaðsreitur og bragðgóður matur

Hótel Húsafell - unaðsreitur og bragðgóður matur. Það þarf ekki að fara til útlanda til að leita sér upplyftingar í skammdeginu. Hótel Húsafell er friðsæll unaðsreitur í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þar er dásamlegt að busla í lauginni, fara í heita pottinn og horfa á norðurljós í kyrrðinni, skella sér svo (nakinn) í snjóinn og í heita sturtu.

Mokkaterta

MOkkaterta

Mokkaterta. Sumar tertur verða betri daginn eftir. Áður hef ég nefnt hér að hrátertur verða alltaf betri, svei mér þá. Þessi tera er mun betri daginn eftir og því kjörin fyrir þá sem hafa ekki svo mikinn tíma. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og var annars vegar með Hnetuböku og svo þessa bragðgóðu Mokkatertu - það þarf varla að taka það fram að báðar kláruðust.