Riz à l’amande með hvítu súkkulaði

Riz à l’amande með hvítu súkkulaði hvítt súkkulaði hrísgrjónagrautur grjónagrautur
Riz à l’amande með hvítu súkkulaði, jólalegasti eftirrétturinn,

Riz à l’amande með hvítu súkkulaði

Mjög aðventu/jólalegur eftirréttur. JÁ! hlutföllin í grautnum eru rétt, með því að hægelda hann eins og fram kemur þarf ekki nema dl af grjónum á móti lítra af mjólk. Svo þarf vel af vanillusykri, þannig að vanillubragðið komi vel fram í eftirréttinum góða.

RIZ à L’AMANDEHÁTÍÐLEGIR EFTIRRÉTTIR MÖNDLUR — HRÍSGRJÓNAGRAUTUR – JÓLINHVÍTT SÚKKULAÐIEFTIRRÉTTIR

.

Riz à l’amande með hvítu súkkulaði

Grauturinn:
1 l mjólk
1 dl grautargrjón
1 msk sykur
1/2 tsk salt
1 tsk vanillusykur
1 tsk vanilluextrakt

Best er að útbúa grautinn daginn áður, hann þarf að kólna alveg. Setjið öll hráefnin í pott og látið suðuna koma upp á löngum tíma, 30-40 mín. Hrærið reglulega í. Slökkvið undir þegar er byrjað að sjóða og pakkið pottinum inn í handklæði og annað sem einangrar vel. Látið standa þannig í 3-4 klst. Kælið.

1 dl möndluflögur
1 dl möndlukurl
1/2 l rjómi
1 msk vanillusykur
1 dl saxað hvítt súkkulaði

Þurristið möndluflögur og möndlukurl á pönnu, látið kólna. Takið frá 1-2 msk til að strá yfir í lokin.
Stífþeytið rjómann, bætið vanillusykri og grautnum saman við og þeytið um stund. Setjið möndlur og súkkulaði saman við og hrærið varlega.

Setjið í skál eða skálar, stráið möndlum yfir og berið fram með kirsuberjasósu.

RIZ à L’AMANDEHÁTÍÐLEGIR EFTIRRÉTTIR MÖNDLUR — HRÍSGRJÓNAGRAUTUR – JÓLINHVÍTT SÚKKULAÐIEFTIRRÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015 - TOPP TÍU. Gleðilega hátið kæru vinir! Hefð er fyrir því um áramót að horfa um öxl. Mikið er ég þaklátur fyrir mikla umferð um síðuna sem hefur verið alveg frá upphafi, daglega skoða nokkur þúsund manns síðuna. Helsta breytingin í ár er að fyrir aðventuna kom hnappur með jólauppskriftunum og í upphafi næsta árs kemur hnappur sem heitir borðsiðir. Meira um það síðar.

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Á Borðinu við Ægisíðu fengum við grafna gæsabringu og krækiberjasultu sem ásamt súrsaða rauðlauknum var sett á niðurskorið snittubrauð og úr urðu þessar fallegu snittur.