Eplakaka Þorbjargar – sveigjanleg uppskrift

EPLAKAKA þorbjörg jónasdóttir eplaterta akureyri epli Ómar Kristinsson, Arnar Kristinsson, Albert, Kristinn Sigurðsson, Þorbjörg Jónasdóttir, Birgir Jónasson og Þórdís H Jónsdóttir.
Eplabaka Þorbjargar – „Reynslan segir mér að það geti komið sér vel að tvöfalda uppskriftina”

Eplakaka Þorbjargar – Mjög sveigjanleg uppskrift

Mikið er ánægjulegt að sitja með góðu fólki við fallega dúkað borð og njóta þess að borða ljúffengar veitingar. Eplabakan var meðal margra góðra veitinga í veislu Þorbjargar frænku minnar á Akureyri, MEIRA HÉR.

ÞORBJÖRGAKUREYRIKAFFIVEISLUREPLATERTUR

.

Eplakaka Þorbjargar – Mjög sveigjanleg uppskrift

3-4 epli skerið eplin, ekki mjög smátt og setjið í eldfast mót
Gott að strá smávegis kanelsykri yfir og ennþá betra að rífa dálítið marsípan (eða jafnvel súkkulaði svona spari) og blanda saman við eplin.
100 gr brætt smjör
100 gr dökkur púðursykur
50 gr hafragrjón
50 gr mulið Korn flakes, má vera frekar grófmulið.
(Ef hafragrjónin eru búin á heimilinu þá svínvirkar að nota eintómt Korn flakes).
Blandið öllu saman og smyrjið yfir eplin. Bakið við 180° í 30 mín.
Berið fram með ís eða þeyttum rjóma.

„Reynslan segir mér að það geti komið sér vel að tvöfalda uppskriftina”

.

Ómar Kristinsson, Arnar Kristinsson, Albert, Kristinn Sigurðsson, Þorbjörg Jónasdóttir, Birgir Jónasson og Þórdís H Jónsdóttir.

ÞORBJÖRGAKUREYRIKAFFIVEISLUREPLATERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Quiche Lorraine – franska góða bakan

QUICHE LORRAINE - franska bakan góða. Bergþór kom austur og bakaði skínandi böku, sem gerði gríðarlega lukku. Hann samþykkti að deila uppskriftinni með lesendum alberteldar, ef hann fengi Nutella-pizzu í eftirrétt.

Krydd & Tehúsið í Þverholti

Krydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið

Krydd & Tehúsið. Í Þverholtinu rétt fyrir ofan Hlemm er eina krydd og tehúsið á Íslandi. Það er ævintýralegt að koma til þeirra Ólafar og Omry og kryddilminn leggur út á götu - satt best að segja er alveg ótrúlegt útval í smekklegri og snyrtilegri búð. Omry kemur frá Ísrael og er hafsjór af fróðleik þegar kemur að kryddum, tei og öðru slíku.