Heitur brauðréttur – einn sá allra besti

Heitur brauðréttur - einn sá allra besti jóna lára sveinbjörnsdóttir ísafjörður kvennakór ísafjarðar einfaldur góður fljótlegur heitur réttur brauðréttir brauðréttur
Heitur brauðréttur – einn sá allra besti

Heitur brauðréttur – einn sá allra besti

„Ég fékk einn allra besta heita brauðrétt sem ég hef smakkað, þú verður að birta uppskriftina,” sagði Bergþór um heitan brauðrétt sem Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir kom með í kvennakórspartí. Heitir brauðréttir hafa verið með vinsælustu saumaklúbbsréttum um árabil, en galdurinn við þennan gætu verið ómissandi kasjúhneturnar. Þegar þær ristast gerast einhverjir töfrar. Alla vega er hann mjög ljúffengur. Eins og við var að búast tók Jóna Lára vel í að útbúa réttinn sem að grunni til er af síðunni ÓlöfHummus og er þar vegan.

 

JÓNA LÁRAHEITIR RÉTTIRKVENNAKÓRINNÍSAFJÖRÐURBERGÞÓR —

.

Jóna Lára tínir jurtir í náttúrinni og þurrkar. Úr þessu gerir hún hina og þessa heilsubætandi drykki. Hún bauð upp á brenninetludrykk, vallhumal-brenninetlu-seyði og hamp-seyði. Allt svo hressandi.

Heitur brauðréttur – einn sá allra besti

7 brauðsneiðar
5-6 sveppir, í sneiðum
1 dós aspas
7 msk mæjónes
1 lúka ferskt spínat
salt og pipar
1 1/2 dl kasjúhnetur
Rifinn ostur

Skerið niður brauðsneiðar í litla teninga og dreifið í eldfast mót.
Hellið aspasvökvanum jafnt yfir brauðið.
Blandið saman mæjónesi, spínati, sveppunum og aspasinum í skál. Saltið og piprið.
Dreifið osti yfir og kasjúhnetum
Bakið í ofni á 160° C í rúmlega 20 mín.

Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir fær sér af brauðréttinum góða

JÓNA LÁRAHEITIR RÉTTIRKVENNAKÓRINNÍSAFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláber eru holl, mjög holl

blaber

BLÁBER. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði.

Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat

Tomatasalat

Tómatsalat með chili og kóriander. Dásamlega unaðslega gott salat. Nú flæða fagurrauðir bragðgóðir íslenskir tómatar á markaðinn. Tómatar eru bráðhollir. Læknir sagði mér að lægsta hlutfall blöðruhálskirtilstilvika á vesturlöndum væri á Ítalíu og Grikklandi og miklu tómataáti væri þakkað. Borðum góða íslenska tómata.

Fyrri færsla
Næsta færsla