Döðluterta – samæfingatertan fræga

Samæfingatertan ísafjörður tónlistarskólinn á Ísafirði döðluterta döðlukaka sigríður j ragnar samæfingaterta samæfingarterta samæfingakaka samæfingarkaka sigga Ragnar Ragnar h ragnar ísafjörður tónlistarskóli ísafjarðar
Samæfingatertan fræga

Samæfingatertan – Döðluterta

Ein frægasta kakan í hugum margra Ísfirðinga tengjast Tónlistarskólanum, er svokölluð samæfingaterta, en það var döðluterta sem skólastjórafrúin, Sigríður J. Ragnar, bakaði. Lengi vel voru nemendur og kennarar boðaðir heim til skólastjórahjónanna á sunnudögum á samæfingar (sem heita tónfundir í öðrum skólum), yngri börnin fyrst og eldri seinna. Milli æfinga var kennurum boðið upp á hina ljúffengu döðlutertu/„samæfingatertuna“.

Við nútímafólkið erum svolítið að vinna í því að minnka sykurinn. Döðlur eru mjög sætar og sumt súkkulaði líka. Þannig að það er í raun alveg nóg að hafa 1/3 b sykur.

DÖÐLUTERTURÍSAFJÖRÐURTÓNLISTARSKÓLINNSAMÆFINGATERTA

.

Samæfingatertan – Döðluterta

1 b sykur
2 egg
1-2 msk vanilludropar
1-2 msk kardimommudropar
1 1/2 b hveiti
1 1/2 b haframjöl
2 tsk lyftiduft
1 pk saxaðar döðlur (1 bolli)
1 b bráðið smjörlíki (um 200 g)
100 g saxað súkkulaði

Þeytið saman egg og sykur.
Blandið saman hveiti, haframjöli og lyftidufti.
Bætið döðlunum saman við og hrærið.
Loks smjörlíki og súkkulaði.

Setjið í 200°C heitan ofn og lækkið í 175°C í um 40 mín.

Kennarar Tónlistarskólans í hléi á samæfingu í Smiðjugötunni. Á borðinu er döðluterta sem alltaf var kölluð samæfingaterta. Frá vinstri: Sigríður J. Ragnar, Jónas Tómasson, Elín Jónsdóttir og Inga Ásta Hafstein.
Samæfingatertan, uppskrifin er frá Elínu Jónsdóttur fv. kennara við Tónlistarskólann.

.

DÖÐLUTERTURÍSAFJÖRÐURTÓNLISTARSKÓLINNSAMÆFINGATERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Húsnúmera-, dyrabjöllu- og póstkassamerkingar

Húsnúmera-, dyrabjöllu- og póstkassamerkingar. Hafandi borið út Morgunblaðið í fjölmörg ár opnuðust augu mín fyrir mikilvægi þess að merkja bæði hús vel með númeri og ekki síður póstkassa/bréfalúgur með nöfnum íbúanna. Víða var (og kannski er) pottur brotinn og fólkið sem ber út póst, blöð og annað finnur víst ekki á sér þegar einhver flytur út eða inn.

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi?

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? Það ætti nú varla að þurfa að taka það fram en við tökum ekki með okkur aukagesti í boð. Gestgjafinn ákveður hvaða gestir koma til hans, það er ekki í okkar höndum.

Pekansmákökur Kormáks – verðlaunasmákökur

Pekansmákökur Kormáks. Í öðru sæti í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar urðu þessar Pekansmákökur sem Kormákur bar fram á plöstuðu plötumslagi gestadómarans, Kristjáns Jóhannssonar. Í vikunni sem keppnin er haldin fær starfsfólk stofunnar vísbendingar daglega um gestadómarann. Kormákur var fljótur að finna út hver væri gestadómarinn þetta árið. Kormákur sigraði í smákökusamkeppni fyrir nokkrum árum með Smákökum Önnu K.

Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur. Sáraeinfaldir réttir koma oft skemmtilega á óvart, þessi kjúklingaréttur er sérlega einfaldur og fárárlega góður. Kjúklingurinn var steiktur á pönnu og látinn steikjast í gegn á lágum hita en það má líka setja hann í ofn eins og fram kemur í uppskriftinni.

Haframjölskaka

Haframjölskaka

Haframjölskaka. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Sætabrauðsdrengjunum að mæður þeirra bjóða í kaffi. Móðir Hlöðvers bauð í kaffi þegar haldin var söngskemmtun í Siglufjarðarkirkju. Mjúk og góð kaka sem rann ljúflega niður.