
Samæfingatertan – Döðluterta
Ein frægasta kakan í hugum margra Ísfirðinga tengjast Tónlistarskólanum, er svokölluð samæfingaterta, en það var döðluterta sem skólastjórafrúin, Sigríður J. Ragnar, bakaði. Lengi vel voru nemendur og kennarar boðaðir heim til skólastjórahjónanna á sunnudögum á samæfingar (sem heita tónfundir í öðrum skólum), yngri börnin fyrst og eldri seinna. Milli æfinga var kennurum boðið upp á hina ljúffengu döðlutertu/„samæfingatertuna“.
Við nútímafólkið erum svolítið að vinna í því að minnka sykurinn. Döðlur eru mjög sætar og sumt súkkulaði líka. Þannig að það er í raun alveg nóg að hafa 1/3 b sykur.
— DÖÐLUTERTUR — ÍSAFJÖRÐUR — TÓNLISTARSKÓLINN — SAMÆFINGATERTA —
.
Samæfingatertan – Döðluterta
1 b sykur
2 egg
1-2 msk vanilludropar
1-2 msk kardimommudropar
1 1/2 b hveiti
1 1/2 b haframjöl
2 tsk lyftiduft
1 pk saxaðar döðlur (1 bolli)
1 b bráðið smjörlíki (um 200 g)
100 g saxað súkkulaði
Þeytið saman egg og sykur.
Blandið saman hveiti, haframjöli og lyftidufti.
Bætið döðlunum saman við og hrærið.
Loks smjörlíki og súkkulaði.
Setjið í 200°C heitan ofn og lækkið í 175°C í um 40 mín.


.
— DÖÐLUTERTUR — ÍSAFJÖRÐUR — TÓNLISTARSKÓLINN — SAMÆFINGATERTA —
.