Melónusalat
Söngkonan Berta Dröfn kann svo sannarlega að lifa lífinu og lætur drauma sína rætast. Reglulega fréttist af henni syngjandi í uppfærslum í New York eða á Ítalíu. Hún er af miklu „matarkyni” komin er óhrædd við að prófa nýja rétti og slær upp veislu af minnsta tilefni. Milli þess sem hún sinnir gestum Þjóðarbókhlöðunnar stjórnar hún tveimur kvennakórum með brosi á vör, Grindavíkurdætrum og Kvennakórnum Hrynjanda. Berta heldur reglulega til Ítalíu, ýmist í tónleikaferðir eða sem leiðsögukona með fróðleiksfúsa ferðamann. Svanur Vilbergsson gítarleikari stóð þétt við hlið Bertu sinnar við að undirbúa veisluna.
— BERTA DRÖFN — MELÓNUR — HÚSFREYJAN — GRINDAVÍK — KVENNAKÓR —
.
Melónu salat
½ vatnsmelóna
1 agúrka
30 fersk lauf af myntu
Dressing:
2 msk fíflahunang (eða annað mjúkt hunang)
2 msk hreinn lime safi
1 ½ msk ólífuolía
smá salt
Skerið salatið og setjið í skál. Blandið dressinguna saman og hellið yfir salatið.
— BERTA DRÖFN — MELÓNUR — HÚSFREYJAN — GRINDAVÍK — KVENNAKÓR —
.