Smákökur Ólafs

Smákökur Ólafs ólafur bragason mogensen mars súkkulaði súkkulaðismákökur kaupmannahöfn
Smákökur Ólafs

Smákökur Ólafs

Eftir jólin skruppum við með sonarsoninn, hann Ólaf, til Kaupmannahafnar og spígsporuðum um Strikið, Amalienborg, Tivoli, fengum okkur jólaplatta í Nýhöfn, heitt súkkulaði á Hotel d‘Angleterre, en það sem kom okkur mest á óvart var að Ólafur var áhugasamur um Thorvaldsens safnið og skoðaði vel málverkin í Glyptoteket, einkum van Gogh. Við vanmetum stundum krakka, höldum að þau vilji bara Legoland og pizzur.

En af því að við vorum að frílista okkur, ákváðum við að Óli mætti velja sér súkkulaðistykki á hverjum degi og það var reyndar ekki erfitt val, hann fékk sér alltaf Mars.

Þegar heim kom, gerðum við svo Mars smákökur. Þær eru dæmigerðar jólasmákökur, stökkar og sætar. Það má samt ekki borða þær á hverjum degi.

ÓLAFURSMÁKÖKURKAUPMANNAHÖFN

.

 

Smákökur Ólafs

150 g mjúkt smjör
1 b púðursykur
½ b sykur
2 egg
Rúmir 2 b hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
2 tsk vanillusykur
150 g suðusúkkulaði
4 lítil Mars stykki

Þeytið smjör og sykur saman, bætið eggjum út í, þá þurrefnum. Síðast er súkkulaði og Mars bætt út í.
Bakið við 160°C í 10-15 mín., en fylgist með, því að ofninn minn er heitur.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.