Kaffiveisla hjá Soffíu

Ólífubrauð úr bókinni Ostalyst Fíilakaramellukrem Vanilluís Tebrauð Döðlupestó Lime ostakaka Soffíu Kaffiveisla hjá Soffíu Soffía Jóhanna Gestsdóttir Helena Einarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Soffía Jóhanna Gestsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Jóhanna Eiríksdóttir og Dagný Bjarnhéðinsdóttir
Vinkonur og samstarfskonur í glæsilegri kaffiveislu hjá Soffíu. Frá vinstri: Helena Einarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Soffía Jóhanna Gestsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Jóhanna Eiríksdóttir og Dagný Bjarnhéðinsdóttir

Kaffiveisla hjá Soffíu

Soffía Jóhanna Gestsdóttir hafði samband og bauðst til að halda kaffiboð fyrir matarbloggið sem ég þáði með mikilli ánægju. Hún vildi sýna örlítinn þakklætisvott fyrir allar þær fjölmörgu uppskriftir sem hún hefur fengið að njóta á alberteldar.is frá upphafi.
Soffía er af mörgum þekkt fyrir Sörur sínar sem slegið hafa í gegn og ekki bara Sörurnar, vinkonur hennar segja að Soffía eigi til að koma með frómas eða annað góðgæti í vinnuna án nokkurs tilefnis.

KAFFIBOÐVIÐ MATREIÐUMTERTURBRAUÐSALÖTSÖRUR

.

Glæsilegt kaffiborð hjá Soffíu
Lime ostakaka Soffíu

Lime ostakaka Soffíu

300 g súkkulaðikex með súkkulaði (Kaupi með mjólkursúkkulaði finnst þeð betra)
80 gr brætt smjör

Fylling
4 stk matarlímsblöð
400 g rjómaostur (Nota þennan nýja hann er léttari í sér)
100-150 gr flórsykur (Eftir smekk)
4 msk lime safi
5 dl þeyttur rjómi

Mylja kexið í blandara setja út í það brætt smjör og setja mylsnuna innan í hring sem er staðsettur á kökudiski)
Matarlímið lagt í kalt vatn í 10 mín síðan kreist og brætt með lime safanum annað hvort yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
Rjómaostur og flórsykur þeytt vel saman.
Rjóminn þeyttur.
Matarlímið er sett út í rjómaostblönduna í mjórri bunu(ylvolgt mjög áríðandi)
hrært vel í, og að lokum þeyttum rjómanum bætt út í í rólegheitum)
Hellt yfir kexbotninn og sett í kæli.Gott að frysta svona köku.
Skreytt með þeyttum rjóma og lime sneiðum. Mjög flott

Berjasósa með kökunni:
Frosin ber sykur og smá vatn soðið saman og mixað með blandara.(Jarðaberin hafa verið vinsælust hjá mér).

 

Döðlupestó

Döðlupestó

1 krukka af rauðu pestói
½ krukka fetaostur og smá af olíunni líka
1 lúka af smátt niðurskornum döðlum
steinselja smátt söxuð
kasjúhnetubrot magn eftir smekk
Öllu blandað saman og borið fram með ólífubrauðinu eða kexi.

 

Olífubrauð úr bókinni Ostalyst

Ólífubrauð úr bókinni Ostalyst

50 g pressuger (1 bréf þurrger)
6 dl vatn
½ dl matarolía
2 tsk salt
950 g hveiti
125 g rifinn ostur
110 g fylltar ólífur, skornar í sneiðar.

Blandið saman geri og volgu vatni.
Hrærið olíu, salti og hluta af hveitinu saman við.
Setjið deigið í skál, leggjið klút yfir og látið lyfta sér í 40 mín.
Hnoðið deigið og skipti í tvennt. Fletjið út, hvorn helming fyrir sig í 50×25 cm ferning. Jafnið osti, ólífusneiðum ofan á.
Rúllið upp frá langhliðinni.
Myndið skeifu úr rúllunum, látið á plötu klædda bökunarpappír og bakið við 225°C í uþb 25 mín.
Penslið brauð með vatni af og til meðan á bökun stendur til að stökk skorpa myndist.

Soffía Jóhanna Gestsdóttir segir aðspurð að uppáhaldsmatreiðslubækur hennar séu Við matreiðum og Ostalyst.

 

Frönsk súkkulaðikaka

Frönsk súkkulaðikaka

200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
4 egg
2 dl sykur
1 dl hveiti.

Bræðið saman smör og súkkulaði í vatnsbaði.
Þeytið saman sykur og egg.
Hellið súkkulaðiblöndunni saman við eggjahræruna, bætið við hveiti.
Setjið í form og bakið í 25-35 mín við 180°C.

Fíilakaramellukrem
Kremið er aðalmálið geri það úr fílakarmellum sem ég bræði með smá af rjóma. Hef rekið mig á að betra er að kaupa fleiri en einn poka því þær eiga það til að gufa upp.
Nóg samt einn poki í uppskriftina.

Hellið kreminu yfir kökuna og skreytið með jarðarberjum.

 

Vanilluís

Vanilluís

6 stk eggjarauður
100 gr sykur
5 dl rjómi
1 msk vanillusykur eða vanilludropar (Ég nota vanillustöng ótrúlegt hvað það er miklu betra)
Rauðurnar og sykurinn hrærð vel saman í góða stund
Vanillu (hvað sem þið velji) bætt út í
Síðan þeyttum rjómanum bætt út í (Ekki harkalega)
Sett í form
Fryst og hafður með þessari frönsku.

 

Tebrauð

Tebrauð

Gömul norsk uppskrift sem ég gerði oft þegar dæturnar voru litlar.
Gleymdist svo í áratugi. Fljótleg og þægileg uppskrift

1 bolli te (Soðið vatn set 2 tepoka til að fá meira bragð)
1 bolli púðursykur
1 bolli rúsínur
Þetta er látið liggja í skál yfir nótt eða lengur
Síðan bætt út í
2 bollar hveiti
1,5 tsk lyftiduft
1 egg
Öllu hrært saman í hrærivél eða með sleif
Bakað 30-40 mínútur við 200 gráður

Borið fram með hverju sem er osti smjöri eggjum tómötum og gúrku.

Albert og Soffía

KAFFIBOÐVIÐ MATREIÐUMTERTURBRAUÐSALÖTSÖRUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.