Tres Locos

Tres Locos Marsibil mexíkó restaurant in reykjavík veitingahús mexíkóskur matur Smálúðu ceviche með avókadó og bleikuhrognum Túnfisk tostada með trufflu- og yuzu mayo Lamba tostada - morita jarðhnetu marinering, rauðlaukur og fetaostur.
Albert, Marsibil og Bergþór á Tres Locos

Tres Locos

„Ert’ekki að grínast, þetta er besti matur sem ég hef fengið”, sagði Marsibil sem fór með öfum sínum á Tres Locos, mexíkóska veitingastaðinn í Hafnarstræti. Hún er stemningskona og staðurinn er einmitt fullur af stemningu. Tónlistin gefur tóninn, Oye como va, Chiquita Pero Picosa, Mas Que Nada o.s.frv.

Andrúmsloftið er líflegt, hönnun staðarins litrík og full af forvitnilegum hlutum sem fanga augað, mexíkóskur andi svífur yfir vötnunum, án þess að það sé yfirdrifið.

Alexander sá mest um okkur, en þjónustan var sérlega þægileg, glaðleg og laus við tilgerð. Létt og bragðmikið taco, tostadas, fajitas, quesadillas og alls konar gúmmelaði. Við vorum hæstánægð.

VEITINGASTAÐIRÍSLANDMEXÍKÓ

.

Smálúðu ceviche með avókadó og bleikuhrognum
Túnfisk tostada með trufflu- og yuzu mayo
Lamba tostada – morita jarðhnetu marinering, rauðlaukur og fetaostur.

Súkkulaðimús með vanilluís
Tres Locos í Hafnarstræti. Andrúmsloftið er líflegt, hönnun staðarins litrík og full af forvitnilegum hlutum sem fanga augað, mexíkóskur andi svífur yfir vötnunum, án þess að það sé yfirdrifið.
Hvítsúkkulaðimús
Byrjuðum á að fá óáfenga gómsæta fordrykki
Tres Locos í Hafnarstræti. Andrúmsloftið er líflegt, hönnun staðarins litrík og full af forvitnilegum hlutum sem fanga augað, mexíkóskur andi svífur yfir vötnunum, án þess að það sé yfirdrifið.

AÐ LOKUM:
Okkur finnst mjög gaman að fara út að borða, smakka nýja rétti og deila með gestum síðunnar.
Ef þið viljið umfjöllun er netfangið albert.eiriksson@gmail.com

VEITINGASTAÐIRÍSLANDMEXÍKÓ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónusmjörið góða og lífrænn matarlitur

Sítrónusmjör

Sítrónusmjörið góða. Þegar sítrónusmjör er útbúið verður eiginlega að hafa matarlit, annars verður það muskulegt, grátt og frekar ógirnilegt. Á dögunum fann ég náttúrulegan matarlit sem er mun hollari en hinn – þá bretti ég upp ermar og skellti í sítrónusmjör ????