Fyrr á þessu ári opnaði Henry Ottó veitingastaðinn Jötun í gamla fjósinu í Arnardal í Skutulsfirði. Síðan hefur þar allt verið á uppleið og núna er komið að aðventuveislu. Búið að gera enn hlýlegra og orðið jólalegt bæði innandyra og utan. Við fórum ásamt Geigei vinkonu okkar og nutum veislunnar. Fimm rétta veisla sem einnig er til í vegan útgáfu.
Hangikjötstartar í sítrus með pikkluðum rauðlauk, grænu epli, steinselju, piparrótasósu ofan á laufabrauði.Það er jólalegt í ArnardalÚtsnúin rúlla með hvítlaukskrydduðum grjónum, djúpsteiktri gulrót marineruð uppúr hunangi, steiktur laukur, avocado. Toppað með súrsætu teriyaki, brenndum lax og lime sesti.Jólataco. Marineraður kalkúnn í rjóma bbqostasósu, mangó salsa, spínat, pikklaður rauðlaukur og kóríaner.Andabringa í timianhoneymustard og hvítlauk. Smjörsteiktir sveppir, kartöfluús, grillaður aspas og rauðvínsrifsberjasósu.Red velvet kaka með appelsínurjómaostakremi, rifsberjahlaupi, þurrkuðu jógúrt, mandarínum og limeberki.Albert og GeigeiJólalegt í Arnardal
Krydd & Tehúsið. Í Þverholtinu rétt fyrir ofan Hlemm er eina krydd og tehúsið á Íslandi. Það er ævintýralegt að koma til þeirra Ólafar og Omry og kryddilminn leggur út á götu - satt best að segja er alveg ótrúlegt útval í smekklegri og snyrtilegri búð. Omry kemur frá Ísrael og er hafsjór af fróðleik þegar kemur að kryddum, tei og öðru slíku.
Matarborgin París. Fátt jafnast á við að teyga vorið í París, ganga milli matarmarkaða, veitingastaða og kaffihúsa og njóta þess besta sem matarborgin mikla býður uppá. Almenningsgarðar draga líka að sér sumarlega klætt fólk sem situr í aflappað í grasinu með nesti. París er engu lík, oft nefnd borg elskenda.
Guacamole er fljótlegt að útbúa og svo er það einfalt. Þá er það einstakla mjúkt og bragðgott og mætti kalla lárperumauk á íslensku. Ég útbú allltaf vel af guacamole og háma svo í mig restina. Avókadó er fullt af hollum fitum
Í dag tók ég þátt í að velja bestu smákökurnar í smákökusamkeppni Kornax. Það var sem sagt megasykursukk eftir hádegið. Allt tókst þetta nú vel en álagið fyrir sykurlítinn líkama er þónokkuð. Til að undirbúa mig sem best skrifaði ég Betu næringarfræðingiog fékk hjá henni ráð eins og sjá má hér í viðhengi