Jötunn í Arnardal – aðventuveisla

 

Albert, Geigei og Bergþór henrý ottó arnardalur jötunn átvagn fjósið ísafjörður skutulsfjörður isafjord westfjords best restaurant
Albert, Geigei og Bergþór í Arnardal

Jötunn í Arnardal – aðventuveisla

Fyrr á þessu ári opnaði Henry Ottó veitingastaðinn Jötun í gamla fjósinu í Arnardal í Skutulsfirði. Síðan hefur þar allt verið á uppleið og núna er komið að aðventuveislu. Búið að gera enn hlýlegra og orðið jólalegt bæði innandyra og utan. Við fórum ásamt Geigei vinkonu okkar og nutum veislunnar. Fimm rétta veisla sem einnig er til í vegan útgáfu.

HÉR má sjá meira um Jötun í Arnardal.

HENRY OTTÓGEIGEIJÓLIN — VEITINGASTAÐIR — ÍSAFJÖRÐUR —

.

Hangikjötstartar í sítrus með pikkluðum rauðlauk, grænu epli, steinselju, piparrótasósu ofan á laufabrauði.
Það er jólalegt í Arnardal
Útsnúin rúlla með hvítlaukskrydduðum grjónum, djúpsteiktri gulrót marineruð uppúr hunangi, steiktur laukur, avocado. Toppað með súrsætu teriyaki, brenndum lax og lime sesti.
Jólataco. Marineraður kalkúnn í rjóma bbqostasósu, mangó salsa, spínat, pikklaður rauðlaukur og kóríaner.
Andabringa í timianhoneymustard og hvítlauk. Smjörsteiktir sveppir, kartöfluús, grillaður aspas og rauðvínsrifsberjasósu.
Red velvet kaka með appelsínurjómaostakremi, rifsberjahlaupi, þurrkuðu jógúrt, mandarínum og limeberki.
Albert og Geigei
Jólalegt í Arnardal
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.