Fyrr á þessu ári opnaði Henry Ottó veitingastaðinn Jötun í gamla fjósinu í Arnardal í Skutulsfirði. Síðan hefur þar allt verið á uppleið og núna er komið að aðventuveislu. Búið að gera enn hlýlegra og orðið jólalegt bæði innandyra og utan. Við fórum ásamt Geigei vinkonu okkar og nutum veislunnar. Fimm rétta veisla sem einnig er til í vegan útgáfu.
Hangikjötstartar í sítrus með pikkluðum rauðlauk, grænu epli, steinselju, piparrótasósu ofan á laufabrauði.Það er jólalegt í ArnardalÚtsnúin rúlla með hvítlaukskrydduðum grjónum, djúpsteiktri gulrót marineruð uppúr hunangi, steiktur laukur, avocado. Toppað með súrsætu teriyaki, brenndum lax og lime sesti.Jólataco. Marineraður kalkúnn í rjóma bbqostasósu, mangó salsa, spínat, pikklaður rauðlaukur og kóríaner.Andabringa í timianhoneymustard og hvítlauk. Smjörsteiktir sveppir, kartöfluús, grillaður aspas og rauðvínsrifsberjasósu.Red velvet kaka með appelsínurjómaostakremi, rifsberjahlaupi, þurrkuðu jógúrt, mandarínum og limeberki.Albert og GeigeiJólalegt í Arnardal
Grænmetissúpa Magneu. Á meðan ég skrifaði í Gestgjafann varð til þáttur í blaðinu sem kallaðist: Óperusöngvari eldar! (eins og það sé einhver stórfrétt að þeir eldi). Magnea Tómasdóttir eldaði grænmetisrétti í eitt af haustblöðunum. Í greininni kemur fram að hún hafi slegið í gegn í óperunni Hollendingnum fljúgandi og staðið sig með prýði í alþjóðlegri keppni Wagner-söngvara í Þýskalandi. Meðal þess sem Magnea eldaði fyrir blaðið var þessi dásamlega súpa.
Vanillu extract ætti að vera til á öllum heimilum. Vanillusykur og vanilludroparnir gömlu góðu komast ekki í hálfkvist við vanillu extract. Þetta er frekar þægilegt að útbúa og kjörið að setja í litlar flöskur og gefa í tækifærisgjafir.
Þessi réttur tekur dálítinn tíma, en vel þess virði. Kínóa er glútenlaust og auðmeltanlegt. Það inniheldur allar átta amínósýrurnar sem eru líkamanum nauðsynlegar - telst það ekki fullkomið prótein?
Hvenær er nautakjötið „rétt steikt", hárrétt steikt? Það reynist mörgum erfitt að átta sig á hvenær nautasteikin er „hárrétt" elduð. Það er að segja elduð þannig sem við viljum (eða þeir sem hana borða). Hér er ágætis þumalputtaregla