Grafin rjúpa
Grafin rjúpa er hátíðarmatur og lostæti hið mesta – sannkallaður herramannsmatur.
— RJÚPUR — GRAFIN — VILLIBRÁÐ — KJÖT — ÍSLENSKT — BLÁBERJASULTA —
.
Grafin rjúpa
3 rjúpur
Úrbeinið rjúpurnar. Bringunar fara í marineringu en beinin er upplagt að frysta til betri tíma og útbúa soð í súpu eða sósu.
Kryddblanda fyrir marineringu:
Hálft glas villbráðakrydd
1 1/2 msk maldon salt
1/2 msk sykur
10 einiber grófsöxuð
Blandið öllu saman og þekið bringurnar á báðum hliðum. Vefjið þeim inní plast eða álpapír og látið farg á þær. Látið í ísskáp í 24 klst. snúið á12 tíma fresti
Skerið rjúpurnar niður í þunnar sneiðar og berið fram með teskeið af bláberjasultu.
— RJÚPUR — GRAFIN — VILLIBRÁÐ — KJÖT — ÍSLENSKT — BLÁBERJASULTA —
.