Grafin rjúpa 

Grafin rjúpa íslenskt kjöt villibráð fuglakjöt rjúpur Lagopus muta
Grafin rjúpa

Grafin rjúpa 

Grafin rjúpa er hátíðarmatur og lostæti hið mesta – sannkallaður herramannsmatur.

RJÚPURGRAFINVILLIBRÁÐKJÖTÍSLENSKTBLÁBERJASULTA —

.

Grafin rjúpa 

3 rjúpur

Úrbeinið rjúpurnar. Bringunar fara í marineringu en beinin er upplagt að frysta til betri tíma og útbúa soð í súpu eða sósu.

Kryddblanda fyrir marineringu:
Hálft glas villbráðakrydd
1 1/2 msk maldon salt
1/2 msk sykur
10 einiber grófsöxuð

Blandið öllu saman og þekið bringurnar á báðum hliðum. Vefjið þeim inní plast eða álpapír og látið farg á þær. Látið í ísskáp í 24 klst. snúið á12 tíma fresti

Skerið rjúpurnar niður í þunnar sneiðar og berið fram með teskeið af bláberjasultu.

Grafin rjúpa
Grafin rjúpa

RJÚPURGRAFINVILLIBRÁÐKJÖTÍSLENSKTBLÁBERJASULTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíkjuterta

Fikjuterta

Fíkjuterta. Það tók nákvæmlega níu mínútur að gera þessa tertu. Þá átti að vísu eftir að taka til í eldhúsinu - þar var allt í rúst. Passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður tertan of lin. Mér var bent á að ég væri búinn að skrifa mjög oft að hrákökur eins og þessi er oft jafngóðar ef ekki betri daginn eftir… Þannig að ég ætla ekkert að nefna það núna ;)

Portvínssoðin fíkjusulta

Portvínssoðin fíkjusulta. Það er bæði auðvelt og fljótlegt að útbúa fíkjusultu eins og þessa. Hún hentar afar vel með ostum og eflaust líka með (grill)steikum þó ég hafi ekki prófað það

Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum

Kínóasalat með valhnetum. Mér finnst ágætt að láta svona salöt standa í svo sem klukkutíma áður en þau eru borðuð. Kínóa er hreinasta dásemd eins og áður hefur komið fram. Það er auðvelt að vinna með það, fer vel í maga og svo er það svo meinhollt að það hálfa væri alveg nóg.