Aþena – fallega ódýra matarborgin

Á Akrópólishæð grikkland aþena matarborg grískur matur playair flugfélagið play afternoon tea hotel grande bretagne Niðurstaðan: Aþena er algjörlega málið - beint flug, sjúklega góður matur og grikkir elskulegir með eindæmum. matarganga christina secret food tours food walt athenas athena þóra grikklandsgaldur karitas cook-eat-go Þóra Björk Valsteinsdóttir Thes restaurant egill helgason Crème Royale við Athinas nr. 37 Lukumades djúpsteiktur saltfiskur Plaka og Psirri grískt salat
Á Akrópólishæð. Aþena er ekki bara matarborg, heldur stendur hún bókstaflega á fornleifum, ýmist grískum eða rómverskum og mikilfenglegust er háborgin, Akrópólís. 

Aþena – fallega ódýra matarborgin

Loksins er hægt að fljúga beint til Aþenu! Hún sameinar allt sem ferðamenn geta óskað sér, sumir vilja sólarströnd, aðrir vilja sögu, enn aðrir safaríkan og geggjaðan mat og enn aðrir vilja líf og fjör. Í Aþenu er þetta allt og svo miklu meira. Auk þess var hún valin ódýrasti áfangastaðurinn í haust af Condé Nast Tra­vell­er. Við fórum í desember og þá er fullkomið veðurlag fyrir okkur, svona um það bil eins og íslenskt sumar getur orðið best, um 18-20°, logn og sólskin, yndislegt!

Það drýpur smjör af hverju strái í Grikklandi. Maturinn er ferskur og alltaf ljúffengur. Í Plaka og Psirri hverfunum má segja að hægt sé að setjast niður og fá sér eitthvað ljúft við hvert fótmál. Víðast er veitingastaður við veitingastað, mikið líf, en þó ekki læti, bara ofboðslega gaman að fylgjast með fólki, alls staðar mætir matarilmur og gleði. Það er auðvelt að heillast af Grikkjum, gestrisninni, lífinu, menningunni og síðast en ekki síst af grískum mat.

Fjölmargar hagnýtar hugmyndir fengust eftir auglýsingu á fasbókinni fyrir Aþenuferðina, Þóra hjá Grikklandsgaldri skipulagði ýmislegt og fór með okkur, Karitas hjá Cook-Eat-Go gaf okkur gagnlegar upplýsingar. Takk fyrir öll góð ráð. ´

Niðurstaðan: Aþena er algjörlega málið – beint flug, sjúklega góður matur og Grikkir elskulegir með eindæmum.

GRIKKLANDMATARBORGIRPLAYAFTERNOON TEA

.

Í matar- og menningargöngu með mæðgunum Þóru og Kristínu. Þóra hefur búið í Aþenu í um fjóra áratugi og þekkir allt út og inn. Fjölskyldan er með Grikklandsgaldur sem þjónustar ferðalanga. Mæli með því að hafa samband við Grikklandsgaldur. Þarna erum við við hlið Aþenu framvarðar foringja, gefið til borgarinnar af Júlíusi Caesar og Ágústusi Rómarkeisara.
Á leikhúsgötunni Þeatrú 7 var staður sem heitir Tis Þeatrú to steki og þar var heldur betur veisla, ekta grískur staður og við sáum bara Grikki. Við fengum smárétti í bunum, en fyrst ouzo (með anís) og tzipouro (ekki með anís) líkjöra. Hér voru zucchini bollur með tzatziki, kjötbollur (keftedakia) úr svína/nautahakki, dolmadas (innpakkað hrísgrjóna/hakk mauk í hvítkálsbögglum), maríneraður kolkrabbi, feta með chilipipar og baukovo kryddi, saganaki, þ.e. djúpsteiktur ostur, kjúklingabaunir o.m.fl.
Spanakopita. Á Crème Royale við Athinas nr. 37 er gaman að horfa á hvernig alls konar pæjum er pakkað inn í risastórt filo deig, sem er sveiflað eins og pizzudeigi út í allar áttir. Við fengum okkur spínatpæ, spanakopita og það var geggjað.
Lukumades. Á Eoulou götunni fundum við gríska útgáfu af ástarpungum, sem heita Lukumades, þeir eru bornir fram heitir og sírópi og kanil stráð yfir. Vel þess virði að prófa.
Það drýpur smjör af hverju strái í Grikklandi. Maturinn er ferskur og alltaf ljúffengur. Alls staðar mætir matarilmur og gleði. Ólívur, hnetur, möndlur, fræ, olíur, allt sem nöfnum tjáir að nefna, ótrúlega ferskt og í ótrúlegu úrvali. Ólívur alls staðar að af landinu, við gæddum okkur á grænum, kalamata (dökkar) og þrubs (aðeins krumpaðar). Ólíkar, en æðislega góðar.
Svo er eiginlega skylda að prófa baunasúpu. Við hliðina á kjötmarkaðnum er lítill staður, Oinomageireio Epirus, þar sem við sáum bara Grikki. Við fengum okkur bauna- og grænmetissúpu sem var lostæti. Dæmigerður vetrarmatur. Á sumrin er algengara í Grikklandi að fá sér gemista, sem eru t.d. fylltir tómatar eða paprika með krydduðum hrísgrjónum.
Trúlega eru vínviðarlaufsbögglarnir frægastir. Það var gaman að koma á stað sem heitir Bairaktaris við Monastiraki torgið, þar sem var lifandi tónlist og fá sér dolmada vínviðarlaufsböggla, djúpsteiktan hallúmí og grískt salat sem er eiginlega hægt að lifa á. Ótrúlega einfalt, t.d. tómatar, afhýdd gúrka, paprika, fetaostur, rauðlaukur, ólívur, olía, óregon dreift yfir og kannski smá pipar. Að ekki sé talað um Souvlaki, sem er yfir og allt um kring í Grikklandi. Þetta var í pítubrauði með frönskum, sem er frekar nýleg viðbót, en tómatar, tzatziki sósa, laukur og kjúklingur eru einhvers konar fullkomin samsetning á „street food“.
Egill Helgason mælti sérstaklega með að borða á Thes, þar fengum við afar góðan grískan mat
Þriggja eyja heimsókn í Eyjahafinu. Pistasíurnar á Aegina eru sælgæti, líkjast ekki pistasíum sem við fáum heima og ef þið smakkað maukið (pistasíusmjörið), munuð þið taka nokkrar krukkur með heim.

Heill dagur fór í eftirminnilega siglingu til eyjanna Hydra, Poros og Aigina úti fyrir Aþenu. Hver annarri fegurri. Fyrsta eyjan varð vinsæl þegar tekin var upp kvikmynd með Sophiu Loren þar árið 1957. Síðasta eyjan er þekktust fyrir pistasíuræktun. Mjög skemmtilegur dagur á Eyjahafinu.

Það er ógleymanlegt að koma á Akrópólis í Aþenu

Þóra hjá Grikklandsgaldri fór með okkur í göngu um Akrópólis og á Acropolis Museum á eftir. Satt best að segja er maður orðlaus yfir hvernig hægt var að reisa slík mannvirki fyrir næstum 2500 árum. 

Afternoon Tea Hotel Grande Bretagne

Afternoon Tea á Hotel Grande Bretagne.

Grikkir eru afar ánægðir með íslenskan saltfisk. Djúpsteiktur hvítlaukssaltfiskur með kartöflumús bragðaðist vel.
Christina frá Secret food tours fór með okkur í matargöngu. Í Psirri hverfinu er staður sem heitir Ta Serbieta stou Psyrri, við Eschilou götu nr. 3. Þar fengum við okkur grískt kaffi. Það er með korg, en þegar komið er niður á hann, er nóg komið af drykkjunni. Það er siður eins og heima að spá í bolla, korginum er því hellt úr, bollanum snúið á hvolf og látið þorna. Með kaffinu fengum við Galaktoboureka, eftirrétt, sem er semolina deig pakkað inn í filo deig. Ansi sætt, en ákaflega ljúffengt.
Sælkerabúðin In Centro. Áður en farið er heim er upplagt að líta inn í þessa búð við Evripidou nr. 22 og taka með glaðning handa þeim sem eru til í bland af hnetum sem eru engu líkar, eða hunang, eða … íslenskan saltfisk. Fá sér svo síðasta souvlaki-ið við hliðina hjá I Volvi.
Í Aþenu er safn um Mariu Callas óperusöngkomu. Mjög vel gert safn sem mæla má með.
Með Þóru hjá Grikklandsgaldri
Færslan er unnin í samstarfi við Play

Niðurstaðan: Aþena er algjörlega málið – beint flug, sjúklega góður matur og Grikkir elskulegir með eindæmum.

GRIKKLANDMATARBORGIRPLAYAFTERNOON TEA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.