Hrogn og lifur – suðutími

Hrogn og lifur - suðutími hvað á að sjóða hrogn og lifur lengi gota ÞORSKHROGN ÞORSKLIFUR rúgbrauð kartöflur soðning hrognabelgur
Hrogn og lifur – suðutími

Hrogn og lifur – suðutími

Upp er runninn hrogna- og lifrartíminn – við erum að tala um botnlausa hollustu gott fólk. Eins og gengur fer lengd suðutímans eftir stærð/þykkt hrognanna. Einfaldast er að sjóða fisk, hrogn og lifur saman í víðum potti, sjá neðar. Ef þið eruð stressuð yfir að hrognabrókin springi má vefja álpappír eða filmu varlega utan um hana fyrir suðu. Gott er að bera fram með nýsoðnum kartöflum og rúgbrauði.

HROGNLIFURFISKURÍSLENSKTRÚGBRAUÐHROGNABRÓK

.

Hrogn og lifur – suðutími

Best er að gera þetta í þessari röð:

Setjið kartöflur í pott og sjóðið – þær þurfa um 20 mín suðu (fer auðvitað eftir stærð)

Setjið hrogn í víðan pott, saltið og látið suðuna koma hægt upp. Sjóðið varlega í 10 mín. bætið þá við fiskinum (þorski eða ýsu) og sjóðið áfram í 10 mín – áfram varlega svo hrognabrókin springi ekki.

Þegar 5 mín. eru eftir af suðutímanum, bætið þá við lifrinni í pottinn með hrognunum og fiskinum.

Færið varlega upp á fat. Berið fram með kartöflum og rúgbrauði.

HROGNLIFURFISKURÍSLENSKTRÚGBRAUÐHROGNABRÓK

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðsiðir fyrir börn

Borðsiðir

Borðsiðir fyrir börn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft eins og sagt er. Mikilvægast af öllu í uppeldi er að sleppa því sem við viljum ekki að börnin okkar geri. Það er aldrei of snemmt að kenna börnum borðsiði. Við verðum samt að hafa í huga að börn eru börn og gera verður kröfur til þeirra eftir því. Ef illa gengur er ekki vitlaust að taka upp einhvers konar umbunarkerfi.

Karrýkókospottréttur

Karrýkókospottréttur. Sumir réttir eru þannig að það er engu líkara en þeir breyti lífi manns, áhrifin verða svo mikil og eftirminnileg. Það á við um þennan grænmetispottrétt. Á fögru síðsumarskvöldi í gömlu húsi á Ísafirði bragðaði ég hann fyrst og át yfir mig...

Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

Hommabrauðið góða. Fyrir næstum því áratug fórum við Sólrún í ferð til Kjartans sonar hennar og Elísu frænku minnar í Þýskalandi. Þar bakaði ég nokkrum sinnum þetta glútenlausa brauð, en Elísa er með glútenóþol. Það var svo mörgum árum seinna að ég frétti að brauðið væri alltaf kallað Hommabrauðið góða eftir heimsóknina. Satt best að segja var ég alveg búinn að gleyma brauðinu en Sólrún átti uppskriftina og bakar reglulega hommabrauðið góða.

Fyrri færsla
Næsta færsla